Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 36
Loðnurannsóknir og veiðiráðgjöf 1994/1995 og 1995/1996 Sveinn Sveinbjörnsson 1. Vertíðin 1994/1995 1.1 Aflakvótinn á sumar- og haustvertíðinni 1994 Loönan skammlífur fiskur. Aðeins tveir árgangar standa aö veiði- og hrygningarstofninum ár hvert og þar af leiðandi fer stærð hans að mjög miklu leyti eftir stærð nýliðunar þessara tveggja árganga og vaxtarskilyrðum. Sú vinnuregla hefur verið viðhöfð að ákveða fyrst veiði- kvóta fyrir tímabiliö júlí-nóvember. Ákvörðunin hefur til skamms tíma byggst á smáloðnumælingum í ágúst sumarið á undan. Nýtt líkan sem byggir á haustmælingum á ársgamalli smáloðnu og tveggja ára kynþroska og ókynþroska loðnu var í fyrsta skipti notað við ákvöröun á upphafskvóta fyrir ver- tíðina 1992/1993. Veiðikvótinn á tímabilinu desember-apríl og þar með á vertíðinni allri hefur svo verið ákveðinn þegar tekist hefur að mæla stærð stofnsins að hausti eða vetri. Haustið 1993 mældust um 100 milljarðar af ársgamalli loðnu og 65 milljarðar af 2ja ára fiski. Þetta svaraði til þess samkvæmt nýja spálíkaninu að stærð veiðistofnsins yrði tæpar 2.1 milljónir tonna við upphaf vertíðar 1994 og leyfi- legur hámarksafli á allri vertíbinni 1994/1995 1400-1450 þús. tonn miðað vib venjulegar forsendur um 400 þús. tonna hrygningarstofn, náttúruleg afföll og vaxtarskilyrði. Eöli málsins samkvæmt eru öryggismörk slíkra líkana fremur víb og í ljósi þess hefur verið talið rétt ab takmarka upphafs- kvóta á vertíö við um 2/3 af útreiknuðum hámarksafla. Þess vegna lagði Hafrannsóknastofnunin til að upphafskvóti ver- tíðarinnar 1994/1995 yrði 950 þúsund tonn þar til stærb veiðistofnsins hefði verið mæld haustið 1994 og/eða vetur- inn 1995. Fiskveiðinefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins sam- 1. mynd. Leiðarlínur og togstöðvar í okt.-nóv. 1994. þykkti þessar tillögur og að loknum fundi með Norðmönn- um og Grænlendingum í maí 1994 var ákveðið að fylgja þessari tillögu. 2. Leiðangrar á vertíðinni 1994/1995 2.1 Haustmælingarnar 1994. Þann 25. október til 16. nóvember voru rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson við loðnuleit og mæl- ingar á stærð loðnustofnsins. Nánast engin loðnuveiði var seinni hluta sumars og haustið. Að venju hófst leit úti af Vest- fjörðum og þaöan var leitað austur meb Noröurlandi allt til Austfjaröa. Ekki var hægt ab fullkanna svæðin á grænlenska landgrunninu fyrir ís en ekki varb vart við loðnu í nálægð við ísröndina. Veður var fremur hagstætt og dreifing lobnunnar og hegöun var talin heppileg til mælinga. Leibarlínur og tog- stöðvar skipanna eru sýndar á 1. mynd. Aðal loðnulóðningarnar vom yfir landgrunninu utanverðu úti af Norðvestur-, Norður- og Norðausturlandi milli 24° V og 12° V. Á þessu svæði voru samfelldar dreifarlóðningar, mis- þéttar, en ekki varb vart við neinar torfur. Á öllu svæðinu var mikið af ársgamalli smáloðnu af árgangi 1993 og fannst kyn- þroska loðnan á blettum innan um hana einkum við land- grunnsbrún N og NA af landinu Einnig voru mjög dreifðar loðnulóðningar í Grænlandssundi og var það aö mestu stór kynþroska loðna. Eins og áður sagði varð loönu ekki vart nálægt ísröndinni NV af landinu og leit milli 68° og 69° N austan 20° V bar ekki árangur. Dreifing loðnunnar var því með svipuðum hætti og undanfarin þrjú haust. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loön- unnar í október / nóvember 1994 er sýnd á 2. mynd og fjöldi og þyngd eftir aldri kemur fram í 1. töflu. 2. mynd. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnu í okt.-nóv. 1994. 36 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.