Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 20
Slysavarnaskóli sjómanna 10 ára Besta afmælis- gjöfin væri slysa- laust ár á sjó „Besta afmælisgjöf sem ég gæti hugsað mér er slysalaust ár á sjó og það er eitt höfuðmarkmiðiö með starfsemi skólans," sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna, í samtali við Ægi. Fyrsta námskeið skólans var haldið í húsi Slysavarnafélags- ins 29. maí 1985 og fyrsta námskeiöið um borð í skólaskipinu Sæbjörgu 3. júní 1986. Skólinn fagnar því tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. VORPULEGIR starfsmenn Slysavarna- skóla sjómanna, frá vinstri: Halldór Almarsson yfirleiöbeinandi, Halldór Olesen vélstjóri, Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason leiöbeinandi og Einar Örn Jónsson umsjón- armaður. „Það hafa tíu þúsund nemendur farið í gegnum skólann á þessum tíu ámm. Það em nálægt því að vera þrír nemendur á dag," sagði Hilmar Snorrason. Slysavarnaskólinn hefur boðið upp á ýmsar gerðir nám- skeiða fyrir byrjendur og lengra komna meðal sjómanna en námskeið í slysavörnum fyrir smábátaeigendur, hafnastarfs- menn og fleiri sem vinna í hættulegu umhverfi. Öryggi allra sem vinna við sjó eða vatn er okkar mál Á þessum tíu árum sem Slysavarnaskólinn hefur starfaö hefur slysum á sjó fækkað lítillega í heildina en samanburður getur verið erfiður því skráning slysa hefur batnað. „Við höfum ótalmörg dæmi um menn sem segjast hafa bjargast vegna þeirrar fræðslu sem þeir fengu hér í skólanum. Þetta bendir til þess að okkar starf beri talsveröan ávöxt." Slysavarnaskóli sjómanna hefur höfuðbækistöðvar sínar um borð í skólaskipinu Sæbjörgu sem liggur í höfn í Reykja- vík yfir vetrarmánuðina en ferðast um landið á sumrin og um borð eru haldin slysavarnanámskeið. Alls hefur Sæbjörg starf- að í 30 höfnum á landinu. Sæbjörg var smíðuð í Aalborg Værft AS í Álaborg 1951 og hlaut nafnið Þór við komuna til íslands og var á sínum tíma stærsta varðskip íslendinga. Skipið tók þátt í öllum þorska- stríðum íslendinga og hlaut margar skrokkskjóður í ásigling- um og átökum við bresk herskip. Slysavarnafélagið eignaöist skipið fyrir 10 árum og þegar Albert Guðmundsson, þáver- andi fjármálaráðherra, seldi félaginu skipib fyrir 1.000 krón- ur en þá hafði því verið lagt eftir vélarbilun. í sumar verður Sæbjörgu siglt um landiö í áttunda sinn og námskeið haldin í hverri viðkomuhöfn. Hilmar skólastjóri segir að skipiö sé komib til ára sinna og þegar er farið að kanna möguleika á endurnýjun en brýnt þykir ab Slysavama- skólinn ráði yfir skipi sem getur siglt á öllum árstímum á hin- ar ýmsu hafnir og býr yfir meira rými til æfinga um borð en núverandi skip. Ferjur þykja að mörgu leyti heppilegur skipa- kostur til þessara hluta og er nú kannað hvort ferjan Fagranes sé fáanleg til afnota fyrir Slysavarnaskólann. En eru íslenskir sjómenn nægilega vel menntaðir í þess- um efnum? „Það má aldrei sofna á verðinum. Þab þýðir ekkert að fara á eitt námskeið og halda ab það dugi fyrir lífstíð. Mér finnst að útgerðin eigi að gera meiri kröfur í þessum efnum. Þeir sem gera út stór og dýr skip ættu að vera meðvitaðir um ab öryggisfræðsla er einn þáttur í útgeröarkostnaði og þó nám- skeiðin kosti auðvitað pening þá kosta slysin enn meira." Öryggisnámskeiöin veröa skylda Frá og með næstu áramótum verður öllum skipstjórnar- mönnum skylt að hafa fariö á öryggisnámskeið í Slysavarna- skóla sjómanna en um áramótin 1996/1997 verður það skylda fyrir alla sjómenn. Hilmar segir eitt helsta baráttumál Slysavamafélagsins að skírteinin verði með ákveðinn gildis- tíma. Þannig sé hægt ab tryggja ab kunnátta sjómanna í þess- um efnum sé alltaf ný eða nýleg. „Við eigum aö taka flugið okkur til fyrirmyndar. Þar er ein stefna sem er: engin slys, og við eigum aö gera sömu kröfur á sjónum." Hilmar segir að auk þess að fá nýtt skip sé brýnt ab fá ab- stöðu til æfinga í reykköfun og til þess að æfa viöbrögð við eld á sjó. „Þetta er þáttur sem er áfátt hjá okkur og ég tel að vib get- um auöveidlega komiö upp svona aðstöðu hér í Reykjavík með slökkviliðinu. Svo þurfum við að eiga gáma meb svona æfingasvæði til þess að hafa um borð í skipinu sem við getum sett upp í hverri höfn." Ætla Hilmar skólastjóri og hans menn að afgreiða 10 þús- und nemendur á næstu tíu árum? „Þetta snýst ekki um magn, væni minn. Þetta snýst um gæði." □ 20 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.