Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 20

Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 20
Slysavarnaskóli sjómanna 10 ára Besta afmælis- gjöfin væri slysa- laust ár á sjó „Besta afmælisgjöf sem ég gæti hugsað mér er slysalaust ár á sjó og það er eitt höfuðmarkmiðiö með starfsemi skólans," sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna, í samtali við Ægi. Fyrsta námskeið skólans var haldið í húsi Slysavarnafélags- ins 29. maí 1985 og fyrsta námskeiöið um borð í skólaskipinu Sæbjörgu 3. júní 1986. Skólinn fagnar því tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. VORPULEGIR starfsmenn Slysavarna- skóla sjómanna, frá vinstri: Halldór Almarsson yfirleiöbeinandi, Halldór Olesen vélstjóri, Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason leiöbeinandi og Einar Örn Jónsson umsjón- armaður. „Það hafa tíu þúsund nemendur farið í gegnum skólann á þessum tíu ámm. Það em nálægt því að vera þrír nemendur á dag," sagði Hilmar Snorrason. Slysavarnaskólinn hefur boðið upp á ýmsar gerðir nám- skeiða fyrir byrjendur og lengra komna meðal sjómanna en námskeið í slysavörnum fyrir smábátaeigendur, hafnastarfs- menn og fleiri sem vinna í hættulegu umhverfi. Öryggi allra sem vinna við sjó eða vatn er okkar mál Á þessum tíu árum sem Slysavarnaskólinn hefur starfaö hefur slysum á sjó fækkað lítillega í heildina en samanburður getur verið erfiður því skráning slysa hefur batnað. „Við höfum ótalmörg dæmi um menn sem segjast hafa bjargast vegna þeirrar fræðslu sem þeir fengu hér í skólanum. Þetta bendir til þess að okkar starf beri talsveröan ávöxt." Slysavarnaskóli sjómanna hefur höfuðbækistöðvar sínar um borð í skólaskipinu Sæbjörgu sem liggur í höfn í Reykja- vík yfir vetrarmánuðina en ferðast um landið á sumrin og um borð eru haldin slysavarnanámskeið. Alls hefur Sæbjörg starf- að í 30 höfnum á landinu. Sæbjörg var smíðuð í Aalborg Værft AS í Álaborg 1951 og hlaut nafnið Þór við komuna til íslands og var á sínum tíma stærsta varðskip íslendinga. Skipið tók þátt í öllum þorska- stríðum íslendinga og hlaut margar skrokkskjóður í ásigling- um og átökum við bresk herskip. Slysavarnafélagið eignaöist skipið fyrir 10 árum og þegar Albert Guðmundsson, þáver- andi fjármálaráðherra, seldi félaginu skipib fyrir 1.000 krón- ur en þá hafði því verið lagt eftir vélarbilun. í sumar verður Sæbjörgu siglt um landiö í áttunda sinn og námskeið haldin í hverri viðkomuhöfn. Hilmar skólastjóri segir að skipiö sé komib til ára sinna og þegar er farið að kanna möguleika á endurnýjun en brýnt þykir ab Slysavama- skólinn ráði yfir skipi sem getur siglt á öllum árstímum á hin- ar ýmsu hafnir og býr yfir meira rými til æfinga um borð en núverandi skip. Ferjur þykja að mörgu leyti heppilegur skipa- kostur til þessara hluta og er nú kannað hvort ferjan Fagranes sé fáanleg til afnota fyrir Slysavarnaskólann. En eru íslenskir sjómenn nægilega vel menntaðir í þess- um efnum? „Það má aldrei sofna á verðinum. Þab þýðir ekkert að fara á eitt námskeið og halda ab það dugi fyrir lífstíð. Mér finnst að útgerðin eigi að gera meiri kröfur í þessum efnum. Þeir sem gera út stór og dýr skip ættu að vera meðvitaðir um ab öryggisfræðsla er einn þáttur í útgeröarkostnaði og þó nám- skeiðin kosti auðvitað pening þá kosta slysin enn meira." Öryggisnámskeiöin veröa skylda Frá og með næstu áramótum verður öllum skipstjórnar- mönnum skylt að hafa fariö á öryggisnámskeið í Slysavarna- skóla sjómanna en um áramótin 1996/1997 verður það skylda fyrir alla sjómenn. Hilmar segir eitt helsta baráttumál Slysavamafélagsins að skírteinin verði með ákveðinn gildis- tíma. Þannig sé hægt ab tryggja ab kunnátta sjómanna í þess- um efnum sé alltaf ný eða nýleg. „Við eigum aö taka flugið okkur til fyrirmyndar. Þar er ein stefna sem er: engin slys, og við eigum aö gera sömu kröfur á sjónum." Hilmar segir að auk þess að fá nýtt skip sé brýnt ab fá ab- stöðu til æfinga í reykköfun og til þess að æfa viöbrögð við eld á sjó. „Þetta er þáttur sem er áfátt hjá okkur og ég tel að vib get- um auöveidlega komiö upp svona aðstöðu hér í Reykjavík með slökkviliðinu. Svo þurfum við að eiga gáma meb svona æfingasvæði til þess að hafa um borð í skipinu sem við getum sett upp í hverri höfn." Ætla Hilmar skólastjóri og hans menn að afgreiða 10 þús- und nemendur á næstu tíu árum? „Þetta snýst ekki um magn, væni minn. Þetta snýst um gæði." □ 20 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.