Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 12
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN Horfir illa með humarinn Þaö horfir illa meö humarveiöar á vertíöinni sem nú er nýbyrjuö. Afli á togtíma mælist afar lítill sem er uggvænlegt í ljósi þess aö fyrstu vikurnar á vertíöinni eru jafnan þær bestu vegna mikils þörungagróðurs. Ástandið á miöunum er slæmt vegna mikils ágangs annarra veiðarfæra utan humarvertíðar og Sólmundur T. Ein- arsson fiskifræðingur lét þau orö falla eftir rannsóknarleiðangur að grípa yröi til róttækra aðgeröa ef ekki ætti illa að fara. Það má segja að nú þegar hafi verið gripið til róttækra aðgerða þar sem Hafrann- sóknastofnun leggur til í skýrslu sinni að upphafsafli á fiskveiðiárinu 1995/1996 verði 1.500 tonn og gerð verði lokatillaga um aflamark eftir athuganir á gögnum frá yfirstandandi vertíð. Úthlutað hefir verið kvóta á yfirstandandi vertíð sem nemur 2.200 tonnum sem er nálægt kjörsókn. Árið 1994 var heimiiuð veiði á 2.400 tonn- um af humri. 56 bátar stunduðu veiðarnar og heildaraflinn varð 2.238 tonn sem er nokkru minna en árið 1993 þegar veiddust 2.381 tonn. Afli á togtíma 1994 var að- eins 38 kíló samanboriö við 51 kíló árin 1993 og 1992. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er getum leitt að því að dræm aflabrögð á ver- tíöinni 1994 eigi rót sína aö rekja til þess að veturinn áður voru í fyrsta sinn leyfð- ar tilraunaveiðar á humri að vetrarlagi. Þær þóttu ekki gefa góða raun. Sé litið á verðþróun á humri kemur dökk mynd í ljós. Síðustu fjögur ár hefur aflinn verið á bilinu frá 2.157 tonn (1991) til 2.381 tonn (1993). Aflaverömætið hefur lækkað jafnt og þétt en heildverömæti humaraflans var 606.5 milljónir 1991 en 475.9 milljónir 1994. Samdrátturinn nemur um 28%. Veiðarnar 1994 gengu einkum illa við suðvesturhorn landsins á miðum undan Reykjanesi og á Selvogsbanka. Árgangar sem taldir eru vera frá 1984 og 1985 eru mjög sterkir og þeirra fór að gæta í veiðinni þegar um 1990. í kjölfar þessara tveggja árganga virðist sem nýliðun í humarstofninum hafi hrakað verulega og bendir flest til þess að árgangarnir frá 1986-1989 séu undir meðallagi og þar af séu árgangarn- ir 1987-1989 þeir lélegustu frá upphafi rannsókna. Vegna alls þessa reiknast humarstofninn heldur minni en gert haföi verið ráð fyrir í síðustu skýrslu Hafró. Verði aflinn 1995 í samræmi við kjörsókn, sem þýðir um 2.000 tonna landaðan afla, mun veiðistofn humars vaxa lítið eitt 1997 og 1998, Veiðistofninn er nú talinn tæp 12 þúsund tonn en var stærstur um 16 þúsund tonn 1980-1982. Verði á þessu ári landað 1.500 tonnum, sem væri mjög mikill aflasamdráttur, yxi veiðistofn nokkuð ört og veiðidánarstuðlar yrðu í samræmi við það sem þeir hafa verið bestir. Verði aflinn hinsvegar 2.500 tonn minnkar veiði- stofninn og dánarstuðlar fara verulega fram úr kjörsókn. Það er því ljóst að humarveiðimenn verða að herða sultar- ólina á þessari vertíð þar sem bæði minni afli og lægra verð blasir við þeim. Myndin hér til hliðar sýnir magn og verð- mæti humar afla sl. ára. ANNALL ■■ A aðalfundi Útgerðarfélags Hfl Akureyringa kemur fram að félagið jók afla sinn um 900 tonn milli ára og aflaði alls 21.700 tonna. Verðmæti hvers kílós í vinnslunni jukust um 9% milli ára og aldrei hefur verið fryst jafnmikið í sögu félagsins. WH Ákveðið að framlengja Wm1 rækjuvertíð í ísafjarðardjúpi um eina viku. Ástæðan er treg veiði vegna slæmra gæfta og tíðra skyndilokana og vantaði 200 tonn á úthlutaðan kvóta 1. maí. Árið 1994 varð metár í framleiðslu Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna. Alls voru framleidd 117.700 tonn og jókst framleiðslan úr 103 þúsund tonn- um árið áður. Þetta er aukning um 16%. í fyrsta skipti í sögu samtakanna vógu karfaafurðir þyngra en þorskafurðir í sölu. VB Gunnar Tómasson í Kfl Grindavík og Auðunn Karlsson í Súðavík koma nýir inn í stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. V9| Þegar Smuguveiðar ársins Kfl 1994 eru gerðar upp kemur í ljós aö Mánabergið frá Ólafsfirði hafði mest verðmæti upp úr krafs- inu, eða rúmar 100 milljónir fyrir 1.156 tonn. Hegranesið kom með mestan afla úr Smugunni, alls 1.232 tonn. Norsk-íslenski síldarstofn- inn gengur óðfluga í vestur og vart verður við mikið magn í Síldarsmugunni svokölluðu. ■M í ljós kemur að eigendur 35 Kfl fiskiskipa, sem fengið höfðu úreldingarloforð, hafa hætt við úreldingu. Þróunarsjóðurinn hafði lofað 1,4 milljarði í styrki til úreldingar téðra skipa en meðal þeirra voru ný og glæsileg skip sem mörgum þótti eftirsjá að. ■PV Nokkur íslensk skip hefja síldveiðar í Síldarsmugunni og færeyskri lögsögu og mokfiska. 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.