Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 42

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 42
Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið 2. júní sl. í 104. skipti frá stofnun hans árið 1891. í skólanum voru þegar flest var 72 nemendur í hefðbundnu námi fyrir skipstjórnarpróf 1., 2. og 3. stigs. Auk hefðbundins dagskóla voru á skólaárinu haldin fjölmörg námskeið fyrir skipstjórnarmenn og almenning. Verkfall kennara, sem stóð í sex vik- ur, setti svip á skólastarfið eins og í öli- um skólum landsins, en nemendur skil- uðu sér þó mjög vel eftir verkfallið. Með því að kenna alla laugardaga og í hefð- bundnu páskafríi var á vorönn kennt í 62 daga í staö 67 sem áður var áætlað. Nemendur fóru á hefbundin nám- skeið í Slysavarnaskóla sjómanna og á slysadeild Borgarspítalans. Þekktur tog- araskipstjóri, Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi, kenndi á fiskveiði- samlíki (hermi) skólans og hélt fyrir- lestra um veiðarfæri og veiðarfæragerð. Nemendur 3. stigs fóru yfir páskana og bænadagana í siglingu með Bakkafossi til Færeyja. í skólaslitaræðu færði skóla- meistari Eimskipafélagi íslands sérstak- ar þakkir fyrir að liðka ávallt til með þessar lærdómsríku ferðir og nauðsyn- lega þátt í skólastarfinu. Á skólaárinu luku 30 skipstjórnar- prófi 1. stigs, skipstjórnarprófi 2. stigs luku 24 og skipstjórnarprófi 3. stigs luku 6. Samtals luku því 60 nemendur skipstjórnarprófum 1., 2. og 3. stigs. Námskeið fyrir 30 rúmlesta réttinda- nám, sem eru öllum opin, voru haldin bæði sem kvöldnámskeið og heilsdags- námskeið og luku 48 manns því námi. Samtals luku því 108 nemendur skip- stjórnarprófum til réttinda á skólaárinu. í fjarskiptum, nýja öryggis- og neyð- arfjarskiptakerfinu GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System) voru haldin 17 átta daga námskeiö og luku þeim 146 manns. í meðferð á hættulegum varningi, IMDG (Inter- national Maritime Dangerous Goods Code), voru haldin tvö þriggja daga námskeiö og luku þeim 18. Námskeiði í notkun tölvuratsjár, ARPA, iuku 15. Frá Eimskipafélaginu hafa t.d. 40 skipstjórnarmenn lokið GMDSS- námskeiðum og frá Landhelgisgæsl- unni 18. Ef nemendur skólans eru ekki taldir með luku 165 manns sérstökum nám- skeiðum á skólaárinu. Með föstum nemendum skólans hafa því 237 manns komið til náms í Stýrimanna- skólann á liðnu skólaári. 42 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.