Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 40
6. mynd. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnu í febr. 1995. fjölda af seiðum þarf til að mynda góðan árgang. Seiðaár- gangurinn frá 1993 var mjög góður, en á honum mun loðnu- vertíðin 1995/1996 að verulegu leyti byggjast. Fyrstu raunverulegu vísbendingarnar um árgangastærð hafa því komið frá mælingum á ókynþroska ársgamalli loðnu sem gerðar eru i seiðaleiðöngrunum í ágúst svo og í mælinga- leiðöngrum á haustin (október/nóvember). 3.2 Spá um stærð veiðistofns 1995/96 og tillögur um hámarksafla. Næsta loðnuvertíð mun aðallega byggjast á kynþroska hluta árgangsins frá 1993 en einnig á þeim hluta árgangsins frá 1992 sem ekki varð kynþroska og hrygndi vorið 1995. Haustið 1994 mældust 119 milljarðar af ársgamalli loðnu og er þetta það mesta sem mælst hefur af ársgamalli loðnu hvort heldur er í ágúst- eða haustmælingu. Þegar reiknað hefur ver- ið meö hlutdeild 1992 árgangsins svarar þetta til þess, sam- kvæmt því spálíkani sem notaö er til að spá fyrir um stærð veiðistofnsins, að hann verði 1.9 milljónir tonna við upphaf vertíðar 1995/1996 og leyfilegur hámarksafli gæti oröiö um 1200 þús. tonn miðað við venjulegar forsendur um 400 þús. tonna hrygningarstofn, náttúruleg afföll og vaxtarskilyrði. Eins og áður sagði eru öryggismörk slíkra líkana nokkuð víð. Umhverfisaðstæður, fæðuframboð, samkeppni um fæðu, stærð árganga og stærð þeirra ránfiska-, fugla- og hvalastofna sem á loðnunni lifa hafa áhrif á kynþroskahlutfall, vöxt og náttúruleg afföll. Þess vegna verður að sýna vissa aðgát og leggur því Hafrannsóknastofnunin til að hámarksafli á ver- tíðinni 1995/1996 verði takmarkaður við um 2/3 af útreikn- uðum hámarksafla eða 800 þús. tonn, þar til stærð stofnsins hefur verið mæld haustið 1995 og/eða veturinn 1996. Hafrannsóknastofnunin leggur enn fremur til aö við upp- haf sumarvertíðar 1995 verði svæðið milli 66” N og 67°45’ N frá 19° V að austan og vestur að línu milli 67°45' N, 22° V og 66° N, 27° V lokað fyrir loðnuveiðum til verndunar ókyn- þroska smáloðnu. Hafrannsóknastofnunin mun að venju kanna loðnugengd á þessum slóðum í ágúst og október og að þeim könnunum loknum ætti að vera hægt að ákvarða nán- ar hvernig haga beri slíkum svæðislokunum ef ástæöa þykir 01. 3.3 Horfur á sumar- og haustvertíð 1996 Lítið er hægt að segja um ástand veiðistofnsins 1996/97. Þá munu veiðarnar byggjast á 1994 árganginum að miklu leyti og þeim hluta 1993 árgangsins sem ekki hrygndi voriö 1995 Mjög mikiö var af loðnuseiðum í ágúst 1994 en seiðin vom smá. Ennfremur hefur sjávarhiti verið mjög lágur í vetur á uppeldisslóðum seiðanna sem gæti haft slæm áhrif á afkomu þeirra. Ef árgangurinn frá 1993 reynist jafnstór og fyrstu upp- lýsingar benda til má gera ráð fyrir að meira verði af þriggja ára loðnu á vertíðinni 1996/97 en verið hefur í mörg undan- farin ár. Reynslan hefur þó sýnt að talning á loðnuseiðum hefur lítið spágildi og sama má raunar segja um mælingar á ársgamalli loðnu þegar horft er tvö ár fram í tímann. □ Fiskeldi mætir vaxandi eftirspurn A næstu fimmtán árum mun eftirspurn eftir fiski og skel- fiski í heiminum vaxa úr 72 milljónum tonna í 91 milljón tonna á ári. Þetta mat er byggt á því að fiskneysla haldist stöðug eða um 13 kíló á mann árlega og 2010 er talið að jarð- arbúar verði 7.000 milljónir. Ljóst er aö fiskeldi mun mæta þessari eftirspurn að mestöllu leyti þar sem ekki er gert ráð fyrir að fiskveiðar úr villtum stofnum aukist að neinu ráði. Þvert á móti er talið að hefðbundnar fiskveiðar dragist eitt- hvað saman þar sem margir stofnar eru ofveiddir. Árið 1993 framleiddi fiskeldi í heiminum 16 milljónir tonna og fer sú tala reyndar yfir 20 milljón tonn sé þang- og þörungarækt talin með en slíkt er að mestu ræktað til manneldis. Þetta þýðir að á næstu fimmtán árum þarf framieiðsla úr fiskeldi að tvöfaldast og vera komin yfir 35 milljónir tonna árið 2010. (Fish Farming Intemational, apríl 1995) 40 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.