Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 50

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 50
Toxafen mesti mengunarvaldurinn Guðjón Atli Auðunsson deildarstjóri snefil- efnadeildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins tók virkan þátt í verkefninu um mengun- armælingar og er einn höfunda lokaskýrsl- unnar. Hvaða niðurstöður á hans sviði komu einkum á óvart? „I>að sem kemur mest á óvart er tiltölulega hátt magn af kadmín í íslensku umhverfi. Þetta kemur einkum fram þegar lífverur, s.s. kræklingur, eru mældar í heilu lagi eða innyfli fiska. Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en þó er víst að þetta á sér náttúrlegar skýringar og telst því ekki mengun," sagði Guðjón í sam- tali viö Ægi. Mengun er skilgreind sem aukning á nátt- úrlegu magni einhverra efna vegna mann- anna verka. „Kvikasilfur mælist lágt í íslensku lífríki og það virðist sem blý hafi heldur lækkað." Líklegast þykir aö hár styrkur kadmíns eigi sér jarðfræðilegar skýringar og getur tengst eldsumbrotum, jarðhita og reki lands en hér við land er einnig mikil lóðrétt blöndun í haf- inu og styrkur kadmíns mælist jafnan hærri í djúpum sjó en á grunnsævi. í nágrenni eld- stöðva mælast málmar eins og kadmín, króm, vanadíum, járn og nikkel í talsverðu magni. Kadmín safnast fyrir í lífkeöjunni eins og margir þungmálmar og helmingunartími þess í lífverum er fremur langur. Ýmsar sjávarlíf- verur geta afeitraö kadmín og losað sig við það að einhverju leyti. En hefur þetta magn kadmíns mælst hættulega hátt hér við land? „Náttúrlegur styrkur getur verið mismun- andi frá einum stað til annars. Það hafa ekki verið skilgreind sérstök hættumörk. Kadmín hér mælist hærra en á menguðum svæðum í Norðursjó." Getur þetta komið í veg fyrir neyslu eöa veiðar sjávarafurða? „Magn kadmíns mælist afar iágt í fiskholdi, mun lægra en í lifur og nýrum. Okkur er því ekki hætta búin af neyslu fiskholds. Öðru máli gegnir um lífverur sem við boröum í heilu lagi. s.s. skelfisk. Slíkar lífverur mælast í sumum tilfellum með meiri kadmín en æski- legt er að neyta samkvæmt núgildandi reglu- gerðum á Norðurlöndum. Þessi hái styrkur kadmíns kallar á auknar segir Guðjón Atli Auðunsson deildarstjóri á Rf. Ógnar öllu lífríki norðurslóða rannsóknir til þess að geta sýnt fram á að hér er raun- verulega um náttúrlegan styrk aö ræða en ekki mengun. Flest annað í okk- ar lífríki er með því betra sem gerist en þetta kallar á nánari útskýringar gagn- vart öðrum þjóðum þar sem hár styrkur kadmíns er oft talinn vísbending um mengun." PCB-gildi mælast lág Kom styrkur lífrænnar mengunar á borð við PCB- efni á óvart? „Nei. Þær niöurstöður voru áþekkar því sem búist var við eftir niðurstöður annarra rannsókna. Fisk- iðnaðurinn, sérstaklega þeir sem vinna afurðir úr fitu og feitum fiski, hefur þurft að fylgjast með sínum afurðum til útflutnings á þessu sviði svo útbreiðsla slíkra efna var nokk- uð vel þekkt. Hér mælast gildi slíkra efna mjög lág og við náum sjaldnast 10% af þeim hámarksgildum sem miðað er við í Evrópu og töluvert lægra en mælist lægst í Noröursjó." Guöjón bendir á að í þeim rannsóknum sem skýrslan byggir á vanti mælingar á heil- um flokki hættulegra efna sem brýnt er að auka rannsóknir á. Hér er átt við eiturefnið, eða efnablönduna, toxafen sem í vaxandi mæli veldur mengun í lífríki jarðar og út- breiðsla þess veldur stöðugt meiri áhyggjum. Toxafen er gífurlega flókin efnablanda þar sem 670 mismunandi efni koma við sögu. Toxafen var selt undir ýmsum vörumerkjum og var í notkun sem skordýraeitur allt frá 1949, en á árunum frál972 til 1984 var það mest notaöa efnið af þessu tagi í heiminum og var einkum notað í bómullarrækt þar sem það leysti af hólmi hið illræmda DDT. Finnst í móðurmjólk um allan heim Efnablanda þessi er baneitruö og safnast fyrir í lífkeðjunni og hefur breiðst út til fjar- lægustu horna heimsins þó efnið hafi ekki verið notað á þeim slóðum. Leifar toxafens finnast í iífverum í afskekktustu heimshorn- um fjarri allri mannabyggö. Það sem er sér- stakt áhyggjuefni fyrir íslendinga og alla íbúa á norðurslóðum er að efnin virðast safnast fyr- ir í köldu loftslagi. Efnasambönd ættuð úr toxafeni valda eitrun, dauða og vansköpun í fiski og lífverum og krabbameini í mönnum. Hlutar þess eru meðal eitruðustu efna sem þekkjast. Sem dæmi um útbreiðsluna í lífrík- inu má nefna að leifar toxafens mælast í móö- urmjólk kvenna í Kanada, Hollandi, Hondúras, Svíþjóð, Finnlandi og víðar. I upphafi síðasta áratugar var framleiðsla og notkun efnisins bönnuð í flestum vestrænum iðnríkjum en áframhaldandi framleiðsla og notkun í Mexíkó og mörgum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum er verulegt áhyggju- efni. Guðjón Atli sagði í samtali við Ægi að fram til þessa hefði verið afar tæknilega erfitt að greina leifar toxafens í lífverum en aöferða- 50 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.