Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1995, Side 42

Ægir - 01.06.1995, Side 42
Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið 2. júní sl. í 104. skipti frá stofnun hans árið 1891. í skólanum voru þegar flest var 72 nemendur í hefðbundnu námi fyrir skipstjórnarpróf 1., 2. og 3. stigs. Auk hefðbundins dagskóla voru á skólaárinu haldin fjölmörg námskeið fyrir skipstjórnarmenn og almenning. Verkfall kennara, sem stóð í sex vik- ur, setti svip á skólastarfið eins og í öli- um skólum landsins, en nemendur skil- uðu sér þó mjög vel eftir verkfallið. Með því að kenna alla laugardaga og í hefð- bundnu páskafríi var á vorönn kennt í 62 daga í staö 67 sem áður var áætlað. Nemendur fóru á hefbundin nám- skeið í Slysavarnaskóla sjómanna og á slysadeild Borgarspítalans. Þekktur tog- araskipstjóri, Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi, kenndi á fiskveiði- samlíki (hermi) skólans og hélt fyrir- lestra um veiðarfæri og veiðarfæragerð. Nemendur 3. stigs fóru yfir páskana og bænadagana í siglingu með Bakkafossi til Færeyja. í skólaslitaræðu færði skóla- meistari Eimskipafélagi íslands sérstak- ar þakkir fyrir að liðka ávallt til með þessar lærdómsríku ferðir og nauðsyn- lega þátt í skólastarfinu. Á skólaárinu luku 30 skipstjórnar- prófi 1. stigs, skipstjórnarprófi 2. stigs luku 24 og skipstjórnarprófi 3. stigs luku 6. Samtals luku því 60 nemendur skipstjórnarprófum 1., 2. og 3. stigs. Námskeið fyrir 30 rúmlesta réttinda- nám, sem eru öllum opin, voru haldin bæði sem kvöldnámskeið og heilsdags- námskeið og luku 48 manns því námi. Samtals luku því 108 nemendur skip- stjórnarprófum til réttinda á skólaárinu. í fjarskiptum, nýja öryggis- og neyð- arfjarskiptakerfinu GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System) voru haldin 17 átta daga námskeiö og luku þeim 146 manns. í meðferð á hættulegum varningi, IMDG (Inter- national Maritime Dangerous Goods Code), voru haldin tvö þriggja daga námskeiö og luku þeim 18. Námskeiði í notkun tölvuratsjár, ARPA, iuku 15. Frá Eimskipafélaginu hafa t.d. 40 skipstjórnarmenn lokið GMDSS- námskeiðum og frá Landhelgisgæsl- unni 18. Ef nemendur skólans eru ekki taldir með luku 165 manns sérstökum nám- skeiðum á skólaárinu. Með föstum nemendum skólans hafa því 237 manns komið til náms í Stýrimanna- skólann á liðnu skólaári. 42 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.