Ægir - 01.06.1995, Síða 22
ISLANDS ALÞINGISMENN
Nokkur endurnýjun varö í rööum al-
þingismanna í kjölfar kosninga í vor.
Ægir vildi fá aö vita hve margir þing-
menn heföu reynslu af störfum viö
undirstöbuatvinnuveg þjóöarinnar,
sjávarútveg eba fiskvinnslu. I þessu
skyni flettum við æviágripum þing-
manna, sem skráö eru á skrifstofu Al-
þingis eftir upplýsingum alþingis-
manna sjálfra, og í ljós kom ab tíu
karlar og ein kona í hópi þingmanna
hafa umtalsveröa reynslu af starfs-
greininni.
Rétt er aö benda á að sumarvinna í
fiski eða afleysingar til sjós á námsárum
er ekki talin með hér.
Þrír þingmenn komast inn á listann
vegna þess aö þeir hafa tengst sjávarút-
vegi sem kjörnir fulltrúar þjóöarinnar.
Þetta eru tveir sjávarútvegsráöherrar
(Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Páls-
son) og einn aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra (Finnur Ingólfsson). Því
má segja að aðeins átta alþingismenn
hafi starfað við sjávarútveg ábur en þeir
settust á þing. Af þessum átta störfuðu
fimm við stjórnun og/eða á skrifstofu.
Aðeins þrír alþingismenn virðast hafa
stundað sjómennsku (Guðmundur
Hallvarðsson og Kristján Pálsson) og
enginn alþingismaður hefur haft at-
vinnu af fiskverkun.
Umræddir ellefu al-
þingismenn koma úr
þremur stjórnmála-
flokkum, sjö úr Sjálf-
stæðisflokki, þrír úr
Framsóknarflokki og
einn úr Þjóðvaka.
Enginn þeirra er úr
Norðurlandskjör-
dæmunum tveimur,
en þeir dreifast nokk-
ub jafnt á önnur kjör-
dæmi.
Lítum nánar á
hverjir fylla flokk
„Hrafnistumanna" á
Alþingi.
Fundarsalur Alþingis var ekki
þéttsetinn þegar Ijósmyndari
Ægis kom þar við til að smella
mynd af þingmönnum að störf-
um. Aðeins tíu þingmenn voru í
salnum, eða álíka margir og hafa
reynslu af störfum í sjávarútvegi
(sumarvinna ekki meðtalin). Sjó-
menn eiga aðeins þrjá fulltrúa á
þingi, þá Guðmund Hallvarðsson
og Kristján Pálsson í Sjálf-
stæðisflokki og Magnús Stefáns-
son í Framsóknarflokki. Enginn
situr nú á þingi sem hefur haft
atvinnu sína af fiskverkun. Fimm
af þessum tíu hafa unnið við
stjórnun eða á skrifstofu í sjávar-
útvegsfyrirtækjum og þrír hafa
tengst sjávarútveginum í gegnum
þingmennsku, sem ráðherrar og
eða aðstoðarmaður ráðherra.
Agúst Einarsson
Alþingismaður Reyknesinga síðan
1995 fyrir Þjóövaka. Landskjörinn vara-
þingmaður (á Suðurlandi) 1978-1979,
varaþingmaður Sunnlendinga
nóv.-des. 1980 fyrir Alþýbuflokk. Fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöövarinnar í
Reykjavík hf. 1977-1990. Prófessor við
Háskóla íslands síðan 1990. í stjórn
ýmissa sjávarútvegsfyrirtækja og sam-
taka.
Arnbjörg Sveinsdóttir
Alþingismaður Austurlands 1995 fyr-
ir Sjálfstæðisflokk. Skrifstofustörf hjá
Fiskvinnslunni og Gullbergi hf. 1983-
1990. Skrifstofu- og fjármálastjóri Fisk-
ibjunnar Dvergasteins hf. 1990-1995.
Einar K(ristinn) Guðfinnsson
Alþingismaður Vestfirðinga síðan
1991 fyrir Sjálfstæöisflokk. Varaþing-
maður Vestfirðinga apríl-maí 1980,
febr. 1984, maí-júní 1985, febr.-mars,
apríl-maí 1988, apríl, okt.-nóv. 1989,
apríl-maí 1990. Útgerðarstjóri í Bolung-
arvík 1983-1991. í stjórn Útvegsmanna-
félags Vestfjarða 1983-1988. Fulitrúi á
Fiskiþingi síðan 1985.
Einar Oddur Kristjánsson
Alþingismaður Vest-
fjarða 1995 fyrir Sjálf-
stæðisflokk. Fram-
kvæmdastjóri Fiskiðj-
unnar Hjálms hf. frá
1968. Framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags
Flateyrar frá 1974. í
varastjórn SH
1983-1989. Stjórnar-
formaður Vélbátaút-
gerðarfélags ísfirðinga
frá 1984. í stjórn íslax
á Nauteyri frá stofn-
un. í stjórn Icelandic
Freezing Plant Ltd. í
Grimsby 1987-1989.
22 ÆGIR