Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1997, Page 5

Ægir - 01.03.1997, Page 5
Útgerðarfélag Akureyringa: Opnað eftir verslunarmanna- helgi með breytta vinnslusali Fyrir dyrum standa umfangsmiklar breytingar í vinnslusölum Utgerðar- félags Akureyringa. Öllum flæðilín- um í vinnslusal verður skipt út fyrir nýjar vinnslulínur, einnig verða gerðar breytingar í móttöku og víðar. Reiknað er meö að húsinu verði lok- að í byrjun júlímánabar og starfsfólk verbi í sumarfríi í júlí en komi til vinnu eftir verslunarmannahelgi í breyttum vinnslusölum. Vegna þessa er nú búist við að Útgerðarfélagib muni ekki rába þann fjölda sumar- afleysingafólks sem þab hefur gert undanfarin ár. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., segir hér enga umbyltingu á ferbinni. „Þetta em hagræðingaraðgerð- ir þar sem við sjáum augljóslega að vib getum verib að ná árangri. Við ætlum okkur líka með þessu ab ná meiri hraða í gegn og einfalda bitaniðurskurö. Einnig er það mikilsvert atriöi að fara betur með fiskinn en gömlu vinnslulín- urnar hafa gert, bæta þar með með- höndlunina," segir Guðbrandur og bæt- ir við að breytingarnar snúist ekki um meiri nýtingu enda hafi ÚA þar forskot á flesta aðra á landinu. Hann nefnir einnig ab í móttöku verði breytt for- flokkun á hráefninu og stefnan sé einnig á að minnka galla í flökun. „Þarna eru því margir samverkandi þættir sem eiga ab skila okkur afkasta- aukningu í húsinu. Að stofni til veröum við eftir breytingar ab vinna svipaðar vömr og við emm að framleiða í dag en þetta gefur okkur meiri möguleika í flóknari vinnslu sem ætti ab geta gefið okkur meira í aðra hönd. Við teljum að framtíðin sé í bitunum og vonumst til að verða með hærra hlutfall framleiðsl- unnar í bitum í framtíðinni," segir Gub- brandur. ÚA gerir að öllum líkindum samning við Marel um yfirumsjón með breytingunum og Marel mun síðan afla sér undirverktaka í einstaka verkþætti. Smíði á búnaði er að hefjast en upp- setning verður í júlímánuði. Úr vinnslusal Útgerðarfélags Akureyringa hf. Miklar breytingar verða gerðar í salnum í júlímánuði nœstkomandi og er stefnt að meiri bitavinnslu í húsinu í nánustu framtíð. Breytingamar eiga að skila fyrirtœkinu aukirmi afkastagetu. Mynd.-fóH Korri - útgerðarfélag Verbúð Suðurgarði 640 Húsavík Símar: 464 2044 - 464 2124 - Fax: 464 2344 ÆGIR 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.