Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Síða 16

Ægir - 01.03.1997, Síða 16
„Unnið að því leynt og Ijóst að gera út af við f jskvinnsluna í landi“ segir Aðalsteinn A. Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands „Sá hópur sem hefur mestan metnab fyrir fiskvinnslu á Islandi er fisk- verkafólkiö sjálft. Þetta fólk er óbilandi í þeirri trú að hér sé margt hægt ah gera til af> efla fiskvinnsluna en því mibur höfum vib ekki þann hljómgrunn sem vib þurfum," segir Abalsteinn Á. Baldursson, formabur fiskvinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands. Abálsteinn telur ab stjórnvöld hafi ekki sýnt nægilega ábyrga stefnu í mál- efnum landvinnslunnar og afleibingin sé sú ab störfin hafi flust úr landvinnslu á fiski í frystingu úti á sjó. Þar meb hafi þúsundir starfa í landi tapast á nokk- rum árum. Stjórnvöld sitja hjá „Mér hefur fundist vanta abgerbir af hálfu stjórnvalda til þess ab landvinnsl- an geti keppt vib sjóvinnsluna. Abgerb- ir geta verib meb mörgum hætti en ég hef heyrt í fiskverkendum sem kvarta undan því ab fá ekki ab bjóba í afla sem seldur er úr landi, jafnvel þó vitab sé ab fyrir hann fáist lægra verö en fengist hér heima. Þarna gætu stjórnvöld grip- iö inn í þannig aö fiskurinn fari í aukn- um mæli til vinnslu innanlands. Síöan er þab blessaö kvótakerfib sem á stóran þátt í því hvernig komiö er. Nú þarf svo og svo mikiö fé ab ganga upp í aö kaupa kvóta á uppsprengdu verbi áöur en fariö er aö huga aö því aö veiöa fiskinn og síöan vinna hann. Þetta er gjörbreyting frá því sem var á árum ábur og á stóran þátt í vanda land- vinnslunnar í dag. í mínum huga er máliö ekki flóknara en svo ab þab er unniö ab því leynt og ljóst aö gera út af viö fiskvinnsluna í landi," segir Aöal- steinn. Hann bendir á aö sjófrysting og landvinnslan eigi ab geta farib saman Aöalsteinn Á. Baldursson, formaöur fisk- vinnsludeildar Verkamannasambands ís- lands. en vankantar kerfisins eigi meginsök á því ab togstreita sé milli land- og sjó- vinnslunnar. íslendingar vilja vinna í fiski Fjöldi erlends verkafólks í fiskvinnslu á íslandi gerir aö verkum ab margir setja spurningarmerki viö vilja íslendinga til aö vinna í fiski. Abalsteinn segist ekki í vafa um ab íslendingar vilji vinna í fiski, svo fremi aö starfsöryggiö sé meira og launin betri. „Ég bendi á rækjuvinnsluna sem gott dæmi. í þeirri grein hefur oröiö bylting á síöustu árum og mikil uppbygging. Starfsfólkib fær þokkaleg laun fyrir, ab vísu, mikla vinnu en þab vantar yfirleitt ekki fólk í störfin. Ég legg þess vegna áherslu á aö þab eru launin og starfsör- yggiö sem skipta mestu máli um vilja fólks til ab vinna í fiski og mér finnst ekki góöur stimpill fyrir íslenska fisk- vinnslu ef flugstöbin í Keflavík er aö verba eins og skiptimarkabur þar sem íslenskt fiskverkafólk á leiö í betur laun- ub fiskverkastörf erlendis mætir fólki frá Austur-Evrópu eöa Asíulöndum sem hingab er ab koma til ab vinna í fiski." Of fá tilefni til bjartsýni Aöalsteinn segir aö miklar sveiflur þekk- ist vel í sjávarútvegi hér á landi þannig aö þó þröngt sé í búi í heföbundinni bolfisklandvinnslu nú um stundir þá muni þaö ekki vara aö eilífu. „Ég vann sjálfur í saltfiskverkun lyrir nokkrum árum þar sem var mikiö ab gera á sama tíma og lítiö var um aö vera í rækjuvinnslunni. Nú er staöan þveröf- ug þannig aö þaö er erfitt ab spá um framtíöina. En mér sýnist ekkert benda til þess aö fiskvinnslan sé aö færast í auknum mæli í land og ég hef áhyggjur af því. Frystitogurunum fjölgar stöbugt og þó ég sé ekki á móti þeim þá fækkar á sama tíma fiskverkafólkinu í landi og þab gefur mér ekki tilefni til of mikillar bjartsýni. En samt sem ábur höfum vib trú á framtíöinni og trúum ekki ööru en þaö sé hægt ab bæta samkeppnisstööu landvinnslunnar gagnvart sjóvinnsl- unni. Sem betur fer eru til fyrirtæki sem hafa metnaö til aö svara aukinni sjófrystingu meb því aö fara í sérvinnslu og sérpökkun sem gefur meira verb. Fiskverkafólk stendur ab baki öllu sem getur hjálpab og frá mín- um bæjardyrum séö þá á t.d. byggöa- kvóti fullan rétt á sér því ef vinnslan í landi á aö geta rekiö sig á öruggan hátt þá þarf tryggt hráefni að vera til staðar til aö skapa grundvöll fyrir afkomunni. Fiskverkafólk hefur verið að blanda sér meira inn í umræðuna enda liggur skýrt og ljóst fyrir að stærsti hagsmunahópur í sjávarútvegi á íslandi er fiskverkafólkið sjálft," segir Aðalsteinn Á. Baldursson. 16 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.