Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Síða 28

Ægir - 01.03.1997, Síða 28
Fiskvinnsluskólinn 25 ára í ár Það vantar menntað fólk í fagið segir Gísli Erlendsson skólastjóri „ Við leggjum nú heldur minni áherslu á hina l hefðbundnu vinnslu, flökun, frystingu og sölt- í un og þótt við höfum alls ekki hent þeirri 1 kennslu fyrir borð snýst þetta nú meira um c matvœlafrœði og síðan tölvuvinnslu og -stjóm- « un. Markmiðið er að gera skólann þannig að t hann geri nemendur hœfa til þess að fara út « og vinna í nýjustu og fullkomnustu vinnslu- l stöðvum landsins. Verknámið hefur átt á i brattann að sœkja og það er alveg Ijóst að fisk- iðnaðinn vantar fyrst og fremst menntað fólk. Efvið menntum ekki fólk til starfa í greininni er hœtt við að við drögumst aftur úr í þeirri samkeppni sem vissulega er um að koma hrá- efninu frá sér á markað," sagði Gísli Erlends- son, skólastjóri Fiskvinnsluskólans, þegarÆgir tók hús á honum í liúsakynnum skólans í Hafharfirði. Námið í Fiskvinnsluskólanum tekur tvö ár og þar eru tólf nemendur sem ætla að útskrifast í vor og níu á fyrra ári. Gísli segir skólann í mjög góðu sambandi við atvinnulífið, nemend- urnir sæki fyrirtæki mikið heim og fræðist um hvað þau séu að gera og síð- an séu kennararnir allir meira og minna stjórnendur og starfsmenn fyr- irtækja í fremstu röð i greininni. „Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að við stokkuðum skólann að nokkru leyti upp höfum við ekki verið að keppast við að fá sem flesta nem- endur inn, þótt þeim mætti að ósekju eitthvað fjölga. Við viljum leggja áherslu á að marka skýra stefnu fyrir skólann og byggja upp og síðan fjölg- um við nemendum." Að sögn Gísla er takmarkið að út- skrifa nemendurna til þess að takast á við gæða- og framleiðslustjórnun og síðan verkstjórn. Hann segir þó að ótrúlega margir nemendur skólans hafi Gísli Erlendsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans. Hann segir skólann gera nemendur sína hœfa til að reka eftirlits- og gœðakerfi fiskvinnslufyrirtœkjanna og vera þannig hcefa stjómendur fyrir þessi fyrirtœki. 28 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.