Ægir - 01.03.1997, Síða 29
Fískvínnsluskólinn 25 ára í ár
Eftirsóknarverðari
starfskraftar
segir Daði Hrólfsson, nemandi í
Fiskvinnsluskólanum
endað í toppstöðum fiskvinnslufyrir-
tækja.
„Eftirlitskerfi eru nauðsynleg í hverju
því fyrirtæki sem flytur út fisk. Ef menn
standa sig ekki missa þeir einfaldlega
leyfið til útflutnings. Stjórnvöld eru
ekkert að skipta sér að því hvernig
menn fara að því að halda framleiðsl-
unni í toppgæðum en fyrirtækin vita
sjálf hvað þarf til. Þau leitast að sjálf-
sögðu eftir því að fá til sín fólk sem
kann að reka þessi eftirlits- og gæða-
kerfi. Það fólk kemur til dæmis úr þess-
um skóla."
„Markmiðið að gera
nemendur hœfa til að
vinna í nýjustu og
fullkomnustu
vinnslustöðvum
landsins"
Gísli segist vilja sjá skólann þróast í
að útskrifa 12 til 16 nemendur á ári,
halda sig næstu árin við þær áherslur
sem eru í skólanum í dag. Þegar til
lengri tíma er litið hugsar hann sér að
hægt verði að bjóða upp á önnur
menntunarstig í skólanum, bæði lengra
nám og einnig styttri námskeið. Hann
segir að í nokkrum tilvikum sé skólinn
stökkpallur nemenda inn í háskóla, þar
sem þeir geti sérhæft sig í faginu.
„Það er ekkert óhugsandi að lengja
námið hér eitthvað þannig að þeir sem
vilja gætu tekið viðbótarstig. Á hinn
bóginn mætti einnig bjóða upp á
skemmri námskeiö í handflökun,
vélflökun, meðferð ákveðinna véla eða
eitthvað í þeim dúr. Eins og staðan er
nú er nóg fyrir okkur að styrkja það
starf sem nú er í skólanum," segir Gísli
Erlendsson, skólastjóri Fiskvinnsluskól-
ans.
„Það hefur gríðarlega mikið að
segja fyrir okkur nemendurna að
fá frumkvöðlana úr greininni til
þess að kenna okkur og tengslin
við atvinnulífið eru gífurlega mik-
ilvæg. Þau hafa verib að aukast og
ég er viss um að þau eiga eftir ab
aukast enn frekar," segir Daði
Hrólfsson, nemandi á öðru ári
Fiskvinnuskólans.
Daði segir að stærsta breytingin á
skólanum frá því sem verið hafi fyrir
nokkrum árum sé hversu bóklegi
þátturinn hafi aukist mikið. Áður
fyrr hafi verknámið verið allsráð-
andi. Hann segir að alls staöar í þjób-
Daði Hrólfsson segist ekki í vafa um að
nám í Fiskvinnsluskólanum sé gott.
félaginu þurfi menn próf til þess að
mega starfa en því sé ekki til að
dreifa í undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar. Þar þurfi ekkert próf.
„Við fáum engin réttindi út úr
skólanum. Við erum með lyftara-
próf, verbum löggiltir vigtarmenn og
fáum einhver réttindi varðandi
Messab gæðakerfið. Það er hins vegar
enginn efi í mínum huga ab með
þessu námi gerum við okkur að
miklu eftirsóknarverðari starfskröft-
um. Að náminu loknu vitum við
miklu meira um hvað gerist í hráefn-
inu við hina og þessa meðhöndlun-
ina og við læmm að þekkja hvernig
fá má sem best hráefni úr því sem
við höfum í höndunum. Það er svo
ekki síöur mikilvægt að átta sig á því
hvers lags efni notuð eru við þrif
fiskvinnslustöðvanna, hver þau eru
og til hvers þau eru notuð."
Daði segir að tölvukunnátta sé far-
in ab skipta öllu máli í greininni og
skólinn búi að mjög góðum tölvu-
búnaði til kennslunnar. Hann hafi
sjálfur ekki vitað hvernig kveikja ætti
á slíkum græjum áður en hann hóf
nám í skólanum en nú sé hann
djúpt sokkinn tölvu- og netfíkill.
„Menn koma hingað inn með því
hugarfari að geta farib að vinna sem
stjórnendur, verkstjórar og gæba-
stjórar, hugsanlega framleiðslustjór-
ar i litlum fyrirtækjum, og ég er ekki
í nokkrum vafa um að þetta er gób
menntun," segir Daði Hrólfsson.
ÆGIR 29