Ægir - 01.04.1997, Síða 8
Nýjar fiskimjölsverksmiðjur hjá Faxamjöli og Haraldi
Böðvarssyni hf.:
Hátækniverksmiðjur
framleiða hágæðamjöl
Bylting er að verða í fiskimjölsverksmiðjum
á íslandi um þessar mundir. Mikil fjárfest-
ing hefur átt sér stað hjá mörgum fyrirtœkj-
um í brœðsluiðnaðinum, nauðsynleg end-
urnýjun á úr sér gengnum búnaði, ekki síst
til að standast þœr kröfur sem íslendingar
eru að mœta á heimsmarkaði fyrir mjöl.
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Faxamjöls, segir að nýja
verksmiðjan í Örfirisey hafi komið af-
skaplega vel út en hún var tekin í gagn-
ið í lok janúar. Unnið var úr um 18.000
tonnum af loðnu í verksmiðjunni, sem
er nálægt þeim áætlunum sem fyrir-
tækið gerði um vinnslu á þessari vertíð.
Verksmiðjan í Örfirisey var byggð
upp frá grunni en fyrirtækið er með
litla verkmiðju fyrir á stabnum og af-
kastar hún mun minna en nýja verk-
smiðjan og hefur nánast næg verkefni í
fiskúrgangi einvörðungu.
Gunnlaugur segir að kostnaður við
nýju verksmiðjuna hafi verið um 300
milljónir króna. Hún er byggð upp af
Héðni hf. en búnaður í verksmiðjunni
er frá Stord. Afköst verksmiöjunnar em
nálægt 400 tonnum á sólarhring en
Gunnlaugur segir hana standa fullkom-
lega undir þeirri afkastagetu sem gefin
var upp.
„Við keyrðum verksmiðjuna í fullri
keyrslu og hún stóð undir okkar vænt-
ingum. Þetta er verksmiðja sem getur
framleitt hágæðamjöl og okkur tókst að
ná um þriðjungi af því sem við unnum
núna á vertíðinni í hágæðamjöl," segir
Gunnlaugur.
Meðal tveggja nýuppbyggðra verksmiðja í
landinu eru verksmiðjur Faxamjöls í
Örfirisey og verksmiðja Haraldar Böðvars-
sonar hf. á Akranesi en þœr voru báðar
teknar í gagnið á vetrarvertíðinni. Saman-
lagt var kostnaður við þessar verksmiðjur á
annan milljarð króna.
Hann segir staðreynd að nú sé að
verða breyting í fiskimjölsverksmiðjun-
um á íslandi, tæknibylting og um leið
aukin verðmætasköpun.
„Vissulega verða til með þessu aukin
verðmæti. Þetta er liður í þróuninni,
tækjabúnaðurinn í þessum verksmiðj-
um er orðinn gamall enda hefur lítið
gerst í þeim í áratugi. Bæði eru gæðin
meiri, mengunin minni og nýtingin
betri í nýju verksmiðjunum. Þetta er
fullkomlega eðlileg þróun og að þessu
hlaut að koma. Það má segja að fiski-
mjölsverksmiðjurnar hafi setið á hak-
anum í sjávarútveginum á íslandi. Við
höfum verið að tæknivæðast alls stað-
Stjórnun á nútíma fiskimjölsverksmiðju er nokkuð ólík því sem áður var. Hér er Per
Joensen, keyrslumaður, við tölvuskjáinn í nýju verksmiðjunni hjá Haraldi Böðvarssyni hf.
á Akranesi og nánast má segja að tölvubúnaðurinn veiti allar þaer upplýsingar sem á þarf
að halda meðan verksmiðjan er ígangi.
8 ÆGIR