Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1997, Qupperneq 9

Ægir - 01.04.1997, Qupperneq 9
Tœkjabúnaðurinn í verksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf.. Öllu fullkom/iari verða ekki fiskimjölsverksmiðjur í dag. Myndir: fÓH ar annars staðar, t.d. í togurum, frysti- húsum og víðar með aukinni sjálfvirkni en fiskimjölsverksmiðjurnar sátu lengi vel eftir. Þær voru með sinn gamla handstýrða búnað sem var mannfrekur og skilaði verðminni afurðum. Tækni- væðing verksmiðjanna er það sem menn eru að verja peningum sínum í í dag og vonandi verður þetta okkur öll- um til gæfu," segir Gunnlaugur. „Eigum að hafa burði til að vera bestir" Ekki má gleyma því í hvaða umhverfi fiskimjölsverksmiðjurnar starfa því þær framleiða mjöl sem er í mjög harðri samkeppni úti á mörkuðunum. „Ef við endurnýjum ekki þessar verksmiðjur okkar þá töpum við þessari alþjóðlegu samkeppni á mörkuðunum. Við erum að keppa við mjög öflugar þjóðir á borð við Norðmenn, Dani, Chilemenn og Perúmenn og þessar þjóðir eru allar á fleygiferð með sínar verksmiðjur," segir Gunnlaugur og svarar því strax játandi þegar hann er spurður hvort íslending- ar hafi nú færst upp að hlið þessara þjóða með nýjum og nýendurbættum verksmiðjum. „Já, þessar nýju verksmiðjur eru allar eins góðar og þær geta orðið. Það er ekki til neitt betra annars staðar sem er að skila meiri gæðum nema, síður sé. Við höfum mjög gott hráefni hér í köldum sjó og eigum að hafa alla burði til að vera bestir í þessari grein. Fram- leiðsla okkar er vel liðin á markaðnum og við íslendingar erum blessunarlega lausir við mörg vandamál sem aðrir glíma við, eins og t.d. Suður-Ameríku- menn með salmonellu og slíkt, þannig að framtíðin er björt. Núna er næsta skref aö bíða eftir síldinni og vona að hún gefi sig í vor," sagði Gunnlaugur. Verksmiðjan framar björtustu vonum. Björn Jónsson, verksmiðjustjóri fiski- mjölsverksmiðju Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi segir að nýja verk- smiöjan hafi staðið fyllilega undir öll- um kröfum. Skrifað var undir samninga um bygg- ingu verksmiðjunnar í apríl í fyrra og hún tekin í notkun 25. janúar sl. Nýi búnaðurinn er frá Stord og segir Björn hann skila mjög góðum af- köstum og hagkvæmari rekstri en reiknað var með, þ.e. betri orkunýtingu. „Við förum undir 40 kíló af olíu á hráefnistonn en á gömlu verksmiðjunni vorum við að keyra 47-50 kíló af olíu á hráefnistonn. Þetta skiptir töluverðu máli í framleiðslunni," seg- ir Björn. Hann segir að niður- stöður á prófunum á mjöli úr verksmiðjunni hafi ver- ið mjög góðar og óhætt sé út frá þeim að telja verk- smiðjuna standast ströng- ustu gæðakröfur. „Þessir þurrkarar sem eru í verksmiðjunni eru þeir einu sönnu hágæða- þurrkarar því dvalartími mjölsins inni í þurrkurun- um er ekki nema 10 mín- útur í heildina og það at- riði skiptir miklu máli fyr- ir gæði mjölsins. Það sem skemmir meltanleika mjölsins er langur tími í hita þannig að mest er um vert að stytta tímann í þurrkurunum eins mikið og hægt er." Frá Stord voru einnig keypt eyming- artæki, sjóðari og pressur. Útreikningar gáfu upp að verksmiðjan ætti að skila 1.000 tonna framleiðslugetu á sólar- hring en reynslan sýndi á loðnuvertíð- inni að í fullum afköstum komst hún í tæp 1.200 tonn á sólarhring. Fram- leiðsla nýju verksmiðjunnar var 45.000 tonn á vetrarvertíðinni en það var um 5.000 tonnum meira en áætlanir fyrir- tækisins gerðu ráð fyrir að hægt yrði að ná á vertíðinni. Fiskimjölsverksmiðja Haraldar Böðv- arssonar bræðir fiskbein fyrir fyrirtækið og nær öll bein sem til falla á Snæfells- nesi. Hráefninu er safnað saman og minna framleiðslukerfið í verksmiðj- unni keyrt upp með nokkru millibili til að vinna úr beinunum. Björn segir að nú sé í athugun að leggja í fjárfestingu í tönkum til að geyma beinin þannig að ekki þurfi að keyra verksmiðjuna upp nema á þriggja vikna fresti. Björn segir að framleidd hafi verið um 700 tonn af hágæðamjöli og sam- tals á þriðja þúsund tonn í verðmæt- ustu flokkana tvo á vetrarvertíðinni. „Möguleikarnir á að framleiða í há- gæðamjöl eru minnstir þegar skipin liggja stöðugt á til að fá löndun. Skýr- ingin er sú að hágæðamjölið er fram- leitt úr algerlega fersku efni þannig að loðnan þarf að vera í dauðastirðnun þegar hún kemur inn í bræðslu. En þeg- ar við höfum undan veiðunum og skip- in eiga ekki um mjög langan veg að fara þá gengur nær allt í hágæðamjölsfram- leiðslu. Hágæðamjölframleiðslan skilar okkur töluvert meira afurðaverði á heilli vertíð, fyrir utan að annað mjöl sem framleitt er í verksmiðjum eins og þessari er betra en áður og mun auð- veldara í sölu," segir Björn Jónsson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.