Ægir - 01.04.1997, Síða 10
Ný verksmiðja SR-mjöls í Helguvík
Ný fiskimjölsverkmiðja SR-mjöls reis á stuttum tíma í Helguvík en þar með má segja að fyrirtœkið hafi lokað hringnum og bjóði nú
þjónustu á Norður-, Austur- og Suðvesturlandi. Nálœgð verksmiðjanna við miðin er skiptir miklu máli þegar mikið veiðist, eins og verið
hefur að undanfómu og ekki síst er það mikilsvert atriði til að ná frarmeiðslu í bestu og verðmœtustu flokka mjöls. Myndir: jóh
Miklar fjárfestingar í nýjum fiskimjölsverksmiðjum á íslandi:
r
Islensku verksmiðjurnar í
hópi þeirra bestu í heiminum
segir Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls hf.
Ný og glæsileg verksmiðja SR-mjöls hf.
var tekin í notkun í Helguvík í febrúar
síðastliðinn og með henni eykst
vinnslugeta fyrirtækisins umtalsvert.
Árið 1996 var stærsta ár í sögu SR-mjöls
hf., og Síldarverksmiðja ríkisins áður,
hvað varðar bræðslu því fyrirtækið
bræddi um 400 þúsund tonn en stóö
um leið í miklum framkvæmdum, bæði
í nýju verksmiðjunni í Helguvík, sem
og í öðrum verksmiðjum fyrirtæksins.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls,
segir að það sem af er árinu 1997 boði
enn stærra framleiðsluár, ef áætlanir
um loðnu og síldveiðar gangi eftir.
Þórður segir að nýja verksmiðjan í
Helguvík sé hrein viðbót við afkasta-
getu SR-mjöls en framleiðslugeta henn-
ar er um 900 tonn á sólarhring.
Kostnaðurinn við verksmiðjuna lætur
nærri að vera um milljón á hvert
framleiðslutonn.
„Ef hráefnið er lítið þá verðum við
að halda lokuðum verksmiðjum en
hagræðing okkar felst í að vera ekki
með fleiri verksmiðjur í gangi en nauð-
synlega þarf og síðan að sjálfsögðu að
1 0 ÆGIR