Ægir - 01.04.1997, Page 11
reka verksmiðjurnar vel þegar nægt hrá-
efni er fyrir hendi. Vib teljum að til að
geta þjónað viðskiptaskip okkar þurfum
við að hafa verksmiðju við Faxaflóann
því verulegur hluti veiðanna fer hér
fram. Síðan erum við í samstarfi við
flokkunar- og hrognatökustöð sem er
hér í Helguvík og við vonum að við-
skiptabátar okkar fái eitthvað hærra
verð með því að loðnan fari hér í fryst-
ingu og hrognatöku," segir Þórður.
Hágæðamjölið verðmætt
Þórbur segir að verksmiðjan í Helguvík
hafi alla burði til að framleiða afurðir af
bestu gerð. Hún byggi á heföbundinni
vinnslutækni fiskimjölsverksmiðja en
Þórbur segir ab þegar starfsfólk hafi
þjálfast í keyrslu verksmiðjunnar sé
stefnt að framleiðslu hágæðamjöls.
Þórður segir að óumdeilanlega skipti
framleiðsla á hágæbamjöli miklu fyrir
þjóðarbúið.
„Fyrir hágæðamjölið fæst 10-30%
hærra verð og það er umhugsunarvert
að fyrir um 20 árum hafði íslenskt fiski-
mjöl á sér lélegast orð af öllu fiskimjöli í
heiminum. Þá var meðalverö á íslensku
fiskimjöli stundum lægra en á fiskimjöli
frá Perú sem alltaf hefur verið litib nið-
ur á. Núna hefur orðið gífurleg breyting
á íslensku framleibslunni og íslensku
verksmibjumar hafa tekið sig mjög mik-
ið á hvað varðar vörumeöhöndlun og
gæðaeftirlit. Ég tel tvímælalaust að
bestu íslensku verksmiðjurnar teljist til
hóps bestu fiskimjölsverksmiðja í heim-
inum í dag," segir Þórður.
Mikil lækkun
mjölverðs á 25 árum
Hann segir mikilsvert í samkeppninni
að kaupendur fái nákvæmlega þá vöm
sem þeir sækist eftir. Á árum áður hafi
þekktur kaupandi á mjöli sagt að það
væri eins og rússnesk rúlletta að kaupa
mjöl frá Islandi, hafi komið úrvalsvara
en allt í einu hafi komið mjög slakt
mjöl. Þórður segir þetta ekki gerast í dag
því mikið sé lagt upp úr að leyna kaup-
endur ekki upplýsingum um vöruna
enda séu bæði til staðar kaupendur fyr-
ir úrvalsmjöl og aðrir sem sækist eftir
lakara mjöli gegn lægra verði.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls hf.
Þórður segir heimsmarkaðinn ráða
því hvort tæknivæðing íslensku fiski-
mjölsverksmiðjanna muni skila umtals-
verðum tekjuauka fyrir þjóðarbúið.
„Heimsmarkaður á mjöli er til þess
að gera hagstæður sem stendur en ef við
lítum 25 ár aftur í tímann þá hefur
raunvirði fiskimjöls fallið nibur í þriðj-
ung af því sem það var fyrir 25 árum.
Verðið fyrir hvert kíló af mjöli er það
sama í dollurum eba heldur lægra en
það var fyrir 25 árum og menn geta
reiknað út hversu miklu meira virbi
dollarinn var þá en hann er í dag. Skýr-
ingin á þessu verðhruni fiskimjöls er sú
að korn og aðrar slíkar vömr hafa lækk-
að mikið í verbi frá því sem var vegna
breyttrar framleiðslutækni í landbúnaði
og líka vegna niðurgreiðslna. Vib emm
því að keppa við mikið niðurgreidda
framleiðslu," segir Þórður.
Hann segir mjölframleiðsluna fara á
markaði í Norður-Ameríku og Vestur-
Evrópu. Allt fer mjölið í einhvers konar
íblöndun í aðra framleiðslu en mest er
notað af fiskimjölinu í fiskafóður.
„Megin kaupendahópurinn er mjög
stöðugur og þar af leiðandi þekkjum við
alla stærri kaupendur. Þab þýðir ekkert
fyrir okkur að auglýsa okkur í blöðum
og vonast á þann hátt eftir að finna
nýja kaupendur. Útflutningurinn bygg-
ist á afgreiðslu á stómm förmum en við
gætum farið inn á neytendamarkað þar
sem hver kaupandi væri að kaupa
nokkra gáma í einu og hugsanlega í
minni pakkningum."
Þórður segir að það hafi jákvæð áhrif
á kaupendahóp SR-mjöls að ný verk-
smiðja hafi bæst við og framleiðslan þar
af leiðandi aukist. „Ég held að hún hafi
á þann hátt þýðingu þannig að kaup-
ÆGIR 1 1