Ægir - 01.04.1997, Síða 15
„Svona tölur hafa aldrei
sést í mjöliðnaðinum"
segir Teitur Stefánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra
fiskmjölsframleiðenda um verðmæti mjölframleiðslunnar í fyrra
Á loðnumiðunum undir lok vetrarvertíðarinnar. Breytingar í nótaveiðiskipaflotanum eiga
líka sinn pátt í aukinni verðmcetasköpun uppsjávarveiða- og vinnslu.
Mynd: Þorgeir Baldursson
„Jú, þaö má með sanni segja að hljóð-
ið í mjölframleiðendum sé með besta
móti þessa dagana," segir Teitur Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra fiskmjölsframleiðenda. Félag-
ið hélt aðalfund sinn á dögunum og
þar kom skýrt fram hversu vel hefur
gengið í greininni að undanförnu.
„Ef við lítum yfir farinn veg þá var
síðasta ár gríðarlega gjöfult og fram-
leiðslan á árinu 1996 sú mesta í sögu
fiskimjölsiðnaðarins í landinu. Þá voru
framleidd rúmlega 400 þúsund tonn af
mjöli og lýsi og útflutningsverðmæti
var á bilinu 15-16 milljarðar króna. Það
em tölur sem menn hafa aldrei séð fyrr.
Verksmiðjurnar hafa líka verið að fá
meira á hvert tonn sem segir að verð-
mæti framleiðslunnar er að aukast frá
því sem verið hefur á undanförnum
árum," segir Teitur.
Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli er
hátt um þessar mundir og það skýrir að
hluta til hærra afurðaverð en inn í þró-
unina spila líka þær endurbætur sem
em að verða í verksmiðjunum sjálfum.
„í nokkuð langan tíma hefur verið
stöðugt verð á mjöli og lýsi. Reyndar
datt lýsi aðeins niður síðastliðið sumar
en náði sér fljótlega strik aftur. Það sem
hefur verið að gerast er að iðnaðurinn
hér á landi hefur verið að þróast, verk-
smiðjurnar að stækka og takast á við
framleiðslu á verðmætara mjöli. En því
til viðbótar er atriði sem ekki má
gleyma og það em fiskiskipin sjálf. Þau
hafa líka verið að stækka og það hefur
kannski gert að við höfum náð meiru
af útgefnum kvóta en áður."
Vetrarvertíðin skilaði 750 þúsund
tonnum af loðnu og úr því magni má
gera ráð fyrir að hafi skilað sér um 180-
190 þúsund tonn af afurðum. Teitur
metur það lauslega svo að verðmæti
þessa mjöls sé um 8 milljarðar króna og
út frá þeim tölum er hægt að sjá að árið
1997 kann að verða enn stærra fyrir
mjöliðnaðinn, gangi væntingar eftir
varðandi síldveiðar í vor og sumar og
loðnuveiðar í haust og vetur.
„Við vitum samt af reynslunni að
það er margt sem getur gerst i sjónum
og dæmin sanna að væntingarnar
ganga ekki alltaf eftir. Árið 1991 veidd-
ust t.d. ekki nema 259 þúsund tonn af
loðnu allt árið og útflutningsverðmæti
þess árs var ekki nema um þrír milljarð-
ar. Þetta sýnir bara hversu gríöarlegar
sveiflurnar geta verið en að sönnu er
góðæri þessi misserin," segir Teitur.
Hann telur ekki ástæðu til að óttast að
fyrirtækin leggi út í óhóflegar fjárfest-
ingar þó vel gangi nú um stundir. Ekki
megi heldur gleyma því að fyrirtækin
fjármagni fjárfestingarnar með öðrum
hætti en áður þegar þau gefi út ný
hlutabréf en vissulega þurfi þau að
standa hluthöfum sínum skil á arði af
fjárfestingum sínum.
„En staðan er sú að það er búið að
byggja nú þegar upp margar verksmiðj-
ur í landinu og þar með er búiö að nýta
meöbyrinn til að ganga í tímabæra
endurnýjun. Það má segja að úreltur
búnaöur hafi verið farinn að standa fyr-
irtækjunum fyrir þrifum í sinni verð-
mætasköpun," segir Teitur Stefánsson.
ÆGIR 15