Ægir - 01.04.1997, Qupperneq 19
styrkjum er að gera matvælavinnslu á
Norðurlöndunum samkeppnishæfa við
matvælavinnslu í öðrum löndum.
Helga R. Eyjólfsdóttir, efnaverkfræð-
ingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins vann að verkefninu og í samtali
við Ægi sagði hún standa upp úr hve
mikið fyrirtæki geti sparað og hagrætt
með því að byrja að hugsa um þessi mál
og nota þá einföldu aðferðafræði sem
búi að baki hreinni framleiðslutækni.
„Staðreyndin er að það þarf ekki að
fara út í kostnaðarsamar og tæknilega
flóknar aðgerðir til að ná árangri. í fyrir-
tækjunum geta menn spurt sig hvort
þeir þurfi allt það vatn sem þeir nota,
hvort þeir þurfi öll þau efni sem em t.d.
notuð við þrif, þarf að keyra allar vélar
samtímis eða má spara orku með breyt-
ingum. Þetta snýst einfaldlega um að
menn fari virkilega að hugsa um sín
framleiðslumál," segir Helga.
Hún bendir á að í nágrannalöndum
þurfi fyrirtækin að borga fyrir vatnið og
frárennslið og þar af leiðandi sjái þau
sér hag í að fárennsli sé sem minnst.
„En hérna þurfa menn ekki enn að
hugsa um þetta. Við rákum okkur á í
verkefninu að menn vissu í raun ekkert
hvað þeir vom að nota mikið kalt vatn
og hversu mikið frárennslið frá fyrir-
tækjunum var. Reynsla annarra þjóða
sýnir að um leið og komið er í reglur að
fyrirtækin þurfi að borga fyrir frárennsl-
ið þá fara þau að gripa inn og laga til
hjá sér," segir Helga og bætir við að nú
sé að verða fyllilega tímabært fyrir fyr-
irtækin, hvort sem er í sjávarútvegi eða
öðrum greinum, að skoða hvaða áhrif
starfsemi þeirra hafi á umhverfið.
„Þetta hlýtur að gerast vegna þess að
neytendur fara að krefjast þess að fá
upplýsingar um hvaða áhrif vinnslan
hafi á umhverfið. Hreinni framleiðslu-
tækni gengur í raun út á að finna upp-
sprettu sóunar og úrgangs og grípa þar
inn í stað þess að horfa á afleiðingar
mengunar eins og t.d. að byggja lengri
útrásir út í sjó, hærri skorsteina og ann-
að í þeim dúr. Þessi aðferðafræði mun
verða vaxandi í framtíðinni en við ís-
lendingar emm einfaldlega á eftir hvað
þetta varðar."
Einn af mörgum þáttum í skýrslu RF
Til fellur umtalsverdur fiskúrgangur í
frystihúsunum sem berst út með fráveitu-
vatni. Með hreinsun á fráveituvatninu og
vinnslu á úrganginum má bœði vemda um-
hverfið og skapa fyrirtœkjunum auknar
tekjur.
snýr að betri nýtingu fiskúrgangs úr frá-
veituvatni og eftirtektarvert er að fyrir-
tækin töldu töluverðan sparnað verða
við aðgerðir á þessu sviði, án vemlegs
stofnkostnaðar. Helga segir einmitt
nýtinguna lykilatriði, bæði fjárhagsleg-
an ávinning og umhverfislegt hags-
munamál fyrir fyr-
irtækin.
„í þessum þætti
er stundum um að
ræða töluverðar
fjárhæðir þar sem
hægt er að fram-
leiða vöm úr þeim
úrgangi sem safn-
að er úr fráveitu-
vatninu. í öðrum
tilfellum erum við
að skoða þætti
sem varða um-
hverfið fyrst og
fremst en snerta
.fyrirtækin minna
út frá fjárhagslegu
sjónarmiði."
Með vinnu í
verkefninu segir
Helga að komið
hafi í ljós að enn
sé margt hægt að
betrumbæta því
enn sé töluverð
sóun og/eða of-
notkun. Hreinni
framleiðslutækni sé ætlað að bæta með-
ferð sorps og úrgangs frá fyrirtækjum
þar sem kaupendur horfi ekki aðeins á
heilnæmi vörunnar heldur einnig á að
framleiðsla hennar skaði ekki umhverf-
ið.
Helga segir engan vafa leika á að
áhugi sé vaxandi í fyrirtækjunum í þá
veru að minnka sóun og gæta umhverf-
isins. Verkefnið hafi orðið til breytingar
á afstöðu þátttökufyrirtækjanna til um-
hverfismála og að stjórnendur horfi
ekki aðeins á umhverfisvernd til að við-
halda lífríkinu heldur sem markaðstæki
fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki.
Þess má geta að síðar á árinu kemur
út handbók, sem fáanleg verður hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og
Iðntæknistofnun þar sem veittar verða
leiðbeiningar um hvemig fyrirtæki geta
án sérfræðiaðstoðar innleitt hreinni
framleiðslutækni. Þá er kynningu á
verkefninu að finna á veraldarvefnum á
eftirfarandi slóð:
http://info.rfisk.is/verkefni/index.htm
Manista kremsápa - öflug en mild fyrir hendur.
Þrifefni fyrir gólf, veggi, glugga, vélahluti og
fleira. Hreinsar olíu, smurningu og önnur
- Mikið úrval.
Borgartúni 26, Reykjavík
Bíldshöfða 14, Reykjavík
Skeifunni 5, Reykjavík
Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði
óhreinindi.
Sími 562 2262
ÆGIR 1 9