Ægir - 01.04.1997, Síða 22
Þilskipaútgerð á Vesturlandi og
Vestfjörðum á fyrri hluta 19. aldar
í fyrri grein um skútuöldina í íslensk-
um sjávarútvegi var sagt frá upphafi
þilskipaútgeröar á íslandi, útgerö kon-
ungsverslunarinnar síöari og fyrstu til-
raunum Bjarna riddara Sívertsen og út-
vegsbænda viö sunnanveröan Faxaflóa
til útgeröar þilskipa. Á ófriðarárunum á
öndverðri 19. öld hægði mjög á þeirri
þróun, sem hafin var í þessum efnum
við sunnaverðan Faxaflóa. Þilskipaút-
gerðin þar féll að vísu aldrei niður með
öllu, en varð ekki heldur svo umfangs-
mikil sem efni virtust standa til á fyrstu
árum aldarinnar. Á tímabilinu 1813-
1839 gengu þó ávallt nokkur þilskip til
veiða frá Faxaflóahöfnum. Þau voru
fæst árið 1813, tvö, en flest árið 1838,
níu.
Snæfellsnes og Vestfirðir hafa frá
upphafi byggðar verið meðal mestu út-
gerðarsvæða á landi hér. Óvíða var sjó-
sókn harðari á árabátaöld og fáir lands-
menn höfðu jafn náin kynni af útlend-
um skútumönnum og Vestfirðingar. í
Vestfirðingafjórðungi var sjávarútvegur
höfuðbjargræðisvegur bænda og skreið
og lýsi, og síðar saltfiskur helsta út-
flutningsvaran. Saltfiskurinn var eftir-
sótt útflutningsvara þegar á öndverðri
19. öld og í Kaupmannahöfn var vax-
andi eftirspurn eftir hákarlalýsi, sem
notað var til að lýsa upp götur í borg-
um og bæjum. Fór verö á því ört hækk-
andi allt fram um 1860, er steinolía tók
að flytjast frá Ameríku og leysti lýsið af
hólmi sem helsti ljósgjafi evrópskra
borgarbúa. Vestfirðingar stóðu því til-
tölulega vel að vígi, miðað við aðra
landsmenn, er losað var um verslunar-
höftin og kaupþrælkun afnumin.
Helstu verslunarvörur þeirra voru eftir-
sóttar á erlendum mörkuðum og verð á
þeim fór hækkandi. Því reið þeim á að
auka aflann sem mest og flytja sem
mest út.
Heimildum ber saman um að Ólafur
Greinar-
höfundur er:
Jón Þ. Þór,
sagnfrœdingur.
Greinin er
annar hluti
greinaflokks
um skútu-
öldina.
Thorlacius, kaupmaður á Bíldudal, hafi
fyrstur manna í Vestfiröingafjórðungi
hafið þilskipaútgerð. Hann var ættaður
frá Hlíðarhúsum viö Reykjavík, fæddur
árið 1761, og hóf ungur störf að versl-
un. Árið 1789, eða 1790, festi hann
kaup á versluninni á Bíldudal og hóf
þegar að hvetja menn til að auka sjó-
sókn og saltfiskverkun sem framast
væri unnt. Var það ætlun hans að hefja
útflutning saltfisks til Spánar og nýta
þann markað, sem einokunarkaup-
menn höfðu unnið fyrir fiskinn þar í
landi. Til að annast flutningana festi
hann kaup á skipi, sem hann nefndi
Bildahl, en hafði jafnframt leiguskip í
förum eftir þörfum. Um útflutning og
vörukaup hafði Ólafur tíðast þann
háttinn á, að senda skip með saltfisk
beint til Spánar í lok kauptíðar á
haustin. Var hann þá gjarnan sjálfur
með í för og annaðist sölu fisksins á
Spáni. Að því búnu leigöi hann skipiö
undir varning til hafna í Norður-Evr-
ópu, en fór sjálfur landleiðina til Kaup-
mannahafnar. Þar hlóð hann skip sitt
nauðsynjavörum og hélt svo heimleið-
is undir vor. Verslun Ólafs á Bíldudal
gekk mjög vel og leið ekki á löngu, uns
hann færði út kvíarnar. Árið 1794 festi
hann kaup á Hæstakaupstaðarverslun á
ísafirði og um svipað leyti keypti hann
Stykkishólmsverslun. Þar með hafði
hann náð traustri fótfestu á þremur
góðum fiskihöfnum, sem allar lágu
miðsvæðis á tiltölulega stórum og fjöl-
mennum kaupsvæðum.
Til að afla verslunum sínum sem
mestrar útflutningsvöm, hóf Ólafur þil-
skipaútgerð árið 1806, en fram til þess
hafði hann látið sér nægja þann fisk, er
hann fékk af árabátum og keypti af
bændum. Þetta ár, 1806, festi Ólafur
kaup á slúppu, sem nefndist St. Jó-
hannes, og var 18 lestir að stærð. Á
skipinu voru danskir yfirmenn til árs-
ins 1809, en þá tók við skipstjórn Þor-
leifur Jónsson og stýrði hann skipinu
til 1815, er það var sent utan til endur-
bóta. Þá keypti Ólafur annað þilskip, 13
lesta jakt, sem bar nafnið Metta. Bæði
gengu þessi skip til veiða frá Patreks-
firði og eins og öðrum íslenskum þil-
skipum á skútuöld, var þeim aðeins
haldið til veiða yfir sumartímann.
Ólafur Thorlacius lést af slysförum í
Kaupmannahöfn árið 1815. Skömmu
síðar var Hæstakaupstaðarverslun seld
en ekkja Ólafs og synir héldu áfram
verslun á Bíldudal og í Stykkishólmi.
Guðrún Thorlacius, ekkja Ólafs, giftist
árið 1827, Þorleifi Jónssyni, skipherra,
sem áður var getið. Hann tók þá við
versluninni á Bíldudal og keypti þetta
sama ár frá Danmörku jakt, sem bar
nafniö Metha Christina, og gerði hana
út frá Bíldudal. Sonur þeirra Ólafs og
Guðrúnar, Árni, tók við verslun föður
síns í Stykkishólmi og gerði þaðan út
þilskipið Mettu, sem áður var frá sagt.
Árið 1827 bættist annað skip í útgerð
hans, jakt, sem nefndist Magdalena.
Annan í röð frumherja í þilskipaút-
gerð á Vesturlandi ber að nefna Guð-
mund Scheving í Flatey. Hann varð
ungur sýslumaður Barðstrendinga og
amtmaður norðan og austan nokkra
sumardaga í valdatíð Jörundar hunda-
22 ÆGIR