Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 23
dagakonungs. Árið 1812 lét hann af
embættisstörfum og helgaði sig eftir
það útgerð og kaupmennsku í Flatey á
Breiðafirði, en verslunina þar eignaðist
hann árið 1814.
Fyrsta þilskip Guðmundar var jakt,
sem bar nafnið Delphin (eða Delp-
hinen). Það skip keypti Guðmundur
Ingimundarson í Breiðholti við Reykja-
vík árið 1803, en þremur árum síðar
keypti nafni hans Scheving það af hon-
um og fluttist hann þá með skipið vest-
ur á firði. Það var gert út frá Tálknafirði
uns það týndist með allri áhöfn árið
1813.
Á næstu árum fjölgaði þilskipum í
eigu Guðmundar hægt, en á árunum
1826-1833 jók hann útgerð sína til
muna og átti, er hann lést árið 1837,
fjögur eða fimm þilskip fyrir landi, auk
árabáta. Var hann þá umsvifamestur
útgerðarmaður við Breiðafjörð og þótt
víðar væri leitað.
Guðmundur Scheving var stórhuga
maður og réðist í ýmsar framkvæmdir,
sem miklum tíðindum þóttu sæta.
Þekktust þeirra er að líkindum Silfur-
garðurinn svonefndi, sem hann lét
hlaða til að gera vetrarhöfn fyrir skip
sín í Flatey. í viðskiptum við sjómenn
bryddaði hann einnig upp á ýmsum
nýjungum, sem mæltust vel fyrir, og
árið 1832 birtist í „Ármanni á alþingi"
ritgerð hans, „Nokkrar hugleiðíngar
um þilskipaveiðar á íslandi". Hún er
merk heimild um þilskipaútgerð Vest-
lendinga fram til þess tíma og lýsir
einnig vel viðhorfum Gubmundar, og
vafalaust fleiri samtímamanna hans til
þessarar nýju atvinnugreinar. í ritgerð-
inni segir m.a.:
„Á bátum má kalla að maðr hafi
annann fótinn í fjorunni, en á þilskip-
um hefir maðr hús og heimili á sjón-
um; þá er maðr og eigi bundinn við
vissann stað á landinu, heldr fer maðr
og flýgr umhverfis landið og útí regin
haf, eptir ásigkomulagi og geðþekni.
Mabr þarf því eigi að vera fisklaus í
einni veiðistoðu, þó ab veiðiskapr legg-
ist þar frá um tíma, því þá leitar maðr
þángað sem veiðiskapr er fyrir.
Þetta síðasta bendir til að sjáfarút-
vegrinn geti orðið vissari og áreiðan-
ligri, þegar menn leita hans á þilskip-
um, þvíað þegar menn hafa eigi annað
enn báta, komast menn eigi lengra enn
í næstu veiðistoöur. Þetta er nú mikil-
vægr eginligleiki sem þilskipa veiði-
skaprinn hefir framyfir bátaveibar, því
með því móti kemst sjáfarútvegrinn
nær því, að jafnast við landgagnið, og
getr oröiö betra athvarf í hallærum."
Svo mörg voru þau orð. En samtímis
því að Scheving byggði upp og efldi út-
gerð sína í Flatey hófust kaupmenn í
Önundarfirði handa við þilskipaútveg.
Þar ber fyrst að nefna Henckel kaup-
Frá Flatey á Breiðafiröi. Hér sést inn í svokallaðan Gýluvog þar sem skúta er í fjörunni. Silfurgarðurinn er fremst á myndinni.
ÆGIR 23