Ægir - 01.04.1997, Page 26
Nýjar og sjaldséðar...
Bláháfa í fyrsta sinn vart
í íslenskri lögsögu
í ágústmánuði í fyrra veiddust nokkrir bláháfar (Prionace glauca) djúpt suður af land-
inu. Þeir komu á flotlínu tveggja japanskra línuveiðara sem voru við tilraunaveið-
ar á túnfiski innan 200 sjómílna markanna suður af fslandi. Þar með staðfestist
sá grunur að þessi tegund ætti það til að laumast inn í íslenska lögsögu djúpt
suður af íslandi.
Heimkynni bláháfs eru hlýrri og tempruðu hlutar heimshafanna og hefur hann
verið þekktur sem tryggur fylgifiskur skipa á siglingaleiðum þar. Hirða bláháfar
gjarnan allt sem frá skipunum fellur, þar meðtalda sjómenn sem falla fyrir borð og
hafa bláháfar því meðal annars verið kallaðir mannætuháfar eða hákarlar vegna
þessa leiða ávana síns. Háfar þessir verða all stórir eða allt að 4 metrar að lengd
Sumar heimildir geta jafnvel stærri bláháfa eða 5 til rúmlega 6 metra langra og
eru þeir því engin barnaleikföng.
Stóri silfurfiskur (Argyropelecusgigas)
Þessi fiskur kom í flotvörpu á Reykja-
neshrygg í nóvember. Dýpið var 769-
824 m en fiskurinn mældist 9 cm ab
lengd.
Broddatanni (Borostomias anctarcticus)
Þrír broddatannar veiddust á síðasta ári.
Sá fyrsti veiddist djúpt suður af Reykja-
nesi í janúar og mældist 7 cm, næsti
veiddist í febrúar og var líka 7 cm að
lengd og veiddur á 641 meters dýpi.
Þriðji broddatanninn fékkst á 1.301
meters dýpi á Grænlandssundi í ágúst
og mældist 18 cm að sporði.
Gljálaxsíld (Lampadena speculigera)
Gljálaxsíld er tegund sem þrír fiskar
komu af við landið á síbasta ári. Sá
fyrsti veiddist í maí á Grænlandshafi
við 200 mílna mörkin, næsti veiddist
vest-suðvestur af Reykjanesi á 732-750
metra dýpi í flotvörpu og mældist 12
cm langur og sá þriðji veiddist í flot-
vörpu á Reykjaneshrygg í október. Dýp-
ið á veiðislóöinni var 540-600 metrar og
mældist fiskurinn 10 cm.
Fenrislaxsíld (Lampanyctus crocodilus)
Fenrislaxsíld veiddist á Reykjaneshrygg
í október. Hún kom í flotvörpu á um
650 dýpi og mældst 12 cm að lengd.
Litli földungur (Alepocephalus brevirostris)
Litli földungur veiddist í maí eða júní,
um 200 sjómílur suðvestur af Reykja-
nesi. Hann veiddist í flotvörpu.
Litli földungur fannst fyrst hér á ís-
landsmiðum sumarið 1992 suður af
Surtsey en siðan hafa bæst við fjórir, ef
fiskurinn í fyrra er meðtalinn.
Stóri földungur (Alepocephalus ferox)
Stóri földungur veiddist á 622 m dýpi á
grálúöuslóð vestan Víkuráls í apríl.
Hann mældist 150 cm að sporbi og vó
10.250 gr. Fiskurinn kom í botnvörpu.
í maga þessa fisks voru leifar tveggja
hrognkelsa.
Annar fiskur sömu tegundar veiddist
á Grænlandshafi í maí, þ. e. við 200 sjó-
mílna mörkin vestur af Reykjanesi.
Dýpið á veiðislóöinni var 732-769 m og
mældist fiskurinn 161 cm. Hann kom í
flotvörpu.
í júní veiddist einnig stóri földungur
á , grálúðuslóð vestan Víkuráls. Hann
veiddist á línu á 1.288-1.336 m dýpi og
mældistl43 cm að lengd.
í maga þessa fisks voru 10 smáir (3,5
- 5 cm) steinbítar, eitt hrognkelsi, 23 cm
og 405 g, einn ógreinanlegur fiskur og
tvær fuglsfjaðrir.
Rauðskinni (Barbourisia mfa)
Rauðskinni veiddist á grálúðuslób vest-
an Víkuráls i maí. Hann fékkst í botn-
vörpu á 8-900 metra dýpi og mældist
26 cm að lengd.
Þetta mun vera annar fiskur tegund-
arinnar sem veiðist á íslandsmiðum. Sá
fyrsti fannst djúpt suðvestur af Reykja-
nesi í maí 1995.
Rauðskoltur (Rondeletia loricata)
Rauðskoltur veiddist í febrúar nyrst á
grálúðuslóö vestan Víkuráls. Hann
mældist 13 cm og kom í botnvörpu.
Þetta mun vera þriðji fiskur tegundar-
innar sem hér finnst. Sá fyrsti fannst í
júní 1992 djúpt vestur af Látrabjargi.
Annar veiddist á grálúðuslóðinni marg-
nefndu í maí 1995.
Rauðskinni, glókollur og rauðskoltur
eru allir af sama ættbálki ásamt sægreif-
unum sem eru að finnast hér við og
við.
Geirnefur (Scomberesox saums)
í sept./okt., fannst geimefur rekinn á
fjörur við eyðibýlið Seljar á Mýrum.
Hann mældist 25 cm.
26 ÆGIR