Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1997, Page 28

Ægir - 01.04.1997, Page 28
Nýjar of> sjaldséðar... Svartdjöfiill. Svartdjöfull finnst í fyrsta sinn Svartdjöfull (Melanocetus johnsoni) veiddist í maí á Grænlandshafi, við 200 mílna mörkin suðvestur af land- inu. Dýpið á veiðislóðinni var 732- 750 m og mældist fiskurinn 17 cm langur. Hann kom í flotvörpu. Þetta var fyrsti fundur þessarar tegundar innan eða fast við 200 sjómílna mörkin. Svartdjöfull finnst í öllum heimshöfum og hefur hann áður m.a. fundist á Dohrnbanka við Austur-Grænland. íslandi rétt innan 200 sjómílna markanna. Tveir japanskir línuveiðarar voru við tilraunaveiðar á túnfiski djúpt suður af landinu í ágúst og veiddu nokkra tún- fiska ásamt bláháfi (sjá hér á undan) á flotlínu. Túnfiskur slæddist stundum áður fyrr nær landi og frá miðjum ágúst til 1. september árið 1944 varð vart tuga ef ekki hundruða túnfiska við ísafjarðar- djúp. Flekkjaglitnir (Callionymus maculatus) í mars veiddist flekkjaglitnir á Mýra- grunni. Dýpi á slóðinni var 121-150 metrar og mældist fiskurinn 14 cm langur. Hann kom í botnvörpu. Drumbur (Thalassobathiapelagica) í maí eða júní veiddist drumbur um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Hann mældist 27 cm og kom íflot- vörpu. Svarthveðnir (Centrolophus niger) Fiskur að tegundinni svarthveðnir veiddist í ágústmánuði á 425 metra dýpi á Færeyjahrygg. Hann veiddist í botnvörpu og mældist 50 cm að lengd og vóg 1,3 kg. Bretahveðnir (Scedophilus medusophagus) Bretahveðnir veiddist á tveimur stöðum á liðnu ári. Sá fyrri veiddist í Grindavík- urdjúpi á 370 m. dýpi og reyndist það vera hrygna. Hún veiddist í flotvörpu og mældist 50 cm að lengd og vó 1.052 gr. í október veiddist svo önnur hrygna, 47 cm 925 gr. í flotvörpu á Breibamerk- urdjúpi-Öræfagrunni. Svarthveðnir og bretahveðnir eru miðsævis- og úthafsfiskar sem álpast stundum í botnvörpur. Þeir lifa m.a. í Norður-Atlantshafi djúpt sunnan Is- lands og verður stundum vart hér. Svartgóma (Helicolenus dactylopterus) Svartgóma veiddist í september á 421- 494 metra dýpi í utanverðu Grindavík- urdjúpi. Tveir fiskar af þessari tegund veiddust í botnvörpu og voru þeir 29 og 35 cm. Einn fiskur sömu tegundar veiddist í Berufjarbarál í október og var hann 31 cm og vó 4.452 gr. Hann veiddist einnig í botnvörpu. Urrari (Eutrigla gumardus) Tveir urrarar veiddust í fyrra. Sá fyrri veiddist í apríl á Síbugrunni, á 110-128 metra dýpi. Hann mældist 32 cm og veiddist í botnvörpu. í september veiddist einnig urrari í Norðfjarðarflóa og fékkst hann í dragnót. Fiskurinn var 36 cm að lengd. Urrari er nokkuð algengur á Síðu-, Öræfa- og Mýragrunni en í Norðfjarðar- flóa verður hann að teljast sjaldséður. Hans hefur þó oröiö vart í Öxarfirði og Glókollur. Glókollur á grálúðuslóð í maí veiddist glókollur (Cetostoma regani) á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Hann mældist 19 cm að sporði og kom í botnvörpu. Samskonar fiskur, hauslaus, veiddist í apríl 1995 á svipuðum slóðum en ekki reyndist þá unnt að greina hann til tegundar. Það var ekki fyrr en þessi fannst að greining var möguleg. 28 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.