Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1997, Page 30

Ægir - 01.04.1997, Page 30
Nýjar og sjaldséðar... inni vestan Víkuráls. Dýpi þar er 800- 900 m. Fiskurinn kom í botnvörpu. Á sömu slóðum veiddist annar surtur í sama mánuði og mældist 19 cm. og kom hann einnig í botnvörpu. í októ- ber veiddist surtur djúpt vestur af Faxa- flóa á 714-750 m dýpi. Hann mældist 18 cm og veiddist í botnvörpu. í nóv- ember veiddist surtur á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls, 915-952 m dýpi. Hann mældist 231 cm að sporði og kom í botnvörpu. í desember komu fjórir fisk- ar af þessari tegund í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Dýpið á þessum slóð- um var 732-824 m og mældust fiskamir 14, 14, 22 og 23 cm að sporði. Loks veiddist surtur í nóvember eða desem- ber á grálúðuslóöinni á Reykjaneshrygg og mældist hann 20 cm. Surtlusystir (Linophryne coronata) Surtlusystir veiddist í maí á grálúðuslóð- inni vestan víkuráls. Hún mældist 22 cm og kom í botnvörpu. Ógreindar tegundir af sædylflakyni í maí veiddist fiskur af sædyflakyni á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls. Dýpið á þessum slóðum er 80-900 metrar og mældist fiskurinn 27 cm langur. Hann kom í botnvörpu. Sædyfli þetta var meö áhangandi hæng. Auk framangreindra tegunda veidd- ust margar tegundir ekki alveg eins sjaldséðar á íslandsmiðum en athyglis- verðar þó og meðal þeirra em þorsteins- háfur, (Centroscymmis crepidater), loðháf- ur, (Etmopterus spinax), berhaus, (Al- epocephalus agassizii), gjölnir, (Al- epocephalus bairdii), slóans gelgja, (Chauliodus sloani), marsnákur, (Stomias boa ferox), kolskeggur, (Trigonoiampa miriceps), kolbíldur, (Malacosteus niger), uggi, (Scopelosaurus lepidus), litla geirsíli, (Arctozenus rissoi), digra geirsíli, (Magn- isudis atlantica), stóra gerisíli, (Paralepis coregonoides), trjónuáll, (Serrivomer beani), djúpáll, (Synaphobranchus kaupi), rauða sævesla, (Onogadus argentatus), fjólumóri, (Antimora rostrata), silfur- þvari, (Haiargyreus jolmsonii), bjúgtanni, (Anoplogaster comuta), glymir, (Epigonus telescopus), stinglax, (Aphanopus carbo), hveljusogfiskur, (Careproctus reinhardti) o.fl. Dökksilfri. Dökksilfri nokkuð algengur Nokkrir dökksilfrar (Diretmoides parini) veiddust hér við land á árinu 1996. ( október veiddust tveir fiskar í Grindavíkurdjúpi eða kanti Sel- vogsbanka. Þeir voru 27 og 28 cm að sporði og komu í flotvörpu. í október veiddist einnig dökksilfri norðan Rósagarðs og var hann 37 cm og í desember veiddist einn til viðbótar í Skerjadjúpi. Sá fékkst á 641 meters dýpi og mældist 33 cm langur. Um var að ræða hæng. Dökksilfri fannst hér á (slands- miðum í apríl 1992 þegar einn veiddist í Litla djúpi undan Suðaust- uriandi. Síðan hafa nokkrir bæst við og hafa þeir veiðst á svæðinu frá Rósagarði vestur með landi allt norður á grálúðuslóð vestan Víkur- áls. Margir merkilegir fiskar veiddust í flotvörpu á 622-769 m dýpi djúpt suð- vestur af Reykjanesi rétt utan 200 sjó- mílna markanna og eru þessir helstir: njarðarangi, (Maulisia mauli), þrír fiskar 18, 25 og 26 cm, kolbíldur, (Malacosteus niger) fjórir fiskar 19, 21, 21 og 28 cm, gljálaxsíld, (Lampadena speculigera), 12 cm, stóri földungur, (Alepisaunis ferox), 161 cm, silfurþvari, (Halargyreus johnsoni), 39 cm, kistufisk- ur, (Scopeogadus beani), 11 cm, drumb- ur, (Thalassobathia pelagica), tveir fisk- ar, 25 og 27 cm, drekahyrna, (Chaen- ophryne draco), 12 cm, slétthyrna (?), (Chaenophryne longiceps), 25 cm, ógr. hyrnutegundir, 5 fiskar, 10, 12, 14, 14 og 15 cm., surtla, (Linophryne lucifera), 19 cm með 3 cm hæng. Af mibunum norðvestan við Asóreyj- ar bárust nokkrir fiskar sem togarinn Engey RE veiddi í febrúar. Þessir fiskar voru: Kragaháfur, (Chlamydoselachus angineus), ógr., gaddháfur, (Squalidae), kjálkastirnir, (Gonostoma elongatum), vogmær, (Trachiptems arcticus), fagur- serkur, (Beryx splendens), búrfiskur, (Hoplostethus atlanticus), búrfiskbróðir, (Hoplostethus mediterraneus), göltur, (Neocyttus helgae), blákarpi, (Polyprion americanus), nafnlaus fiskur, (Tetragon- urus cuvieri) og bretahvebnir, (Schedophilus medusophagus). Allir þess- ir fiskar nema kragaháfur og sá nafn- lausi þekkjast af íslandsmiöum. Af Flæmingjagrunni bárust fiskar frá togurunum Dalborgu EA, Gissuri ÁR, Hjalteyrinni EA, Hamrasvan SH og Otto Wathne NS. Sumar þessara tegunda eru þekktar á íslandsmiðum en einnig voru þarna tegundir sem ekki hafa fundist hér ennþá. Má þar nefna randasogfisk, (Liparis gibbus), og tvær tegundir af sædyflakyni en þær eru þverhyrna, (Lopliodolus acantltognadus) og násurtla, (Halophryne mollis). En þaö voru ekki bara „skrítnir" fisk- ar sem bárust því allmargir hryggleys- ingjar fylgdu stundum með í kaupbæti. Nefna má t.d. helsingjanef, (Lepas anatifera) (?) en nokkur fundust á báts- flaki sem var á reki norðvestur af Rifs- höfn á Snæfellsnesi. Helsingjanef er fastsitjandi krabbadýr, skylt hrúöurkarli og berst hingað stundum sunnan úr höfum sitjandi á ýmsum reköldum. Þá 30 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.