Ægir - 01.04.1997, Side 35
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA
RagnarM. Magnússon, við Style-flokkarana í nýja frystihúsinu hjá Síldarviimslunni
í NeskaupStað. Myndir:JÓH
Style international í Kópavogi:
Ný gerð loðnuflokkara
veldur byltingu
stofur þegar um er að ræða breytingar á
skipum.
Nýjasta þjónustuverkefni Rafeyrar er
samningur sem gerður var við Marel
um viðgerðarþjónustu á búnaði Marel
þannig að notendur hans á svæðinu
geti gengið að þessari þjónustu norðan
heiða. Samningurinn var gerður í
tengslum við nýlega opnun á skrifstofu
Marel á Akureyri. Markmiðið með þessu
segir Ólafur vera að tryggja notendum
skjótari og betri þjónustu en áður.
Á vakt allan sólarhringinn
Ólafur segir stefnt að því að ná auknum
verkefnum inni í fiskvinnsluhúsunum
sjálfum, enda oft um sams konar bún-
að að ræða í fiskvinnsluhúsunum og
skipunum.
„Það má segja að útgerðirnar þurfi á
rafmagnsþjónustu að halda í hverri
landlegu skipanna, ekki síst vegna þess
hversu þróunin er ör og breytingar
miklar. Um borð í skipunum eru sjaldn-
ast rafvirkjar en það kemur oft fyrir að
við leiðbeinum mönnum í gegnum
síma og þannig má oft bjarga vanda-
málum sem upp koma. Við höfum hér
sólarhringsvakt til að tryggja að alltaf sé
hægt að nálgast þjónustu þegar á henni
þarf að halda," segir Ólafur Jensson.
Hjörleifúr Ólafsson, starfsmaður Rafeyrar,
sjúkdómsgreinir rafmótor. MyndinjóH
Þó frysting á loðnu fyrir Japans-
markað hafi orðið minni á loðnu-
vertíðinni en væntingar stóðu til
þá sannaði sig endanlega nýr bún-
aður til loðnuflokkunar sem er að
fullu og öllu íslensk hönnun.
Flokkararnir koma frá fyrirtækinu
Style international í Kópavogi og
voru fyrir vertíðina seldir 19
flokkarar frá fyrirtækinu og fór
þar af einn flokkari til Noregs.
Hönnun flokkaranna er með þeim
hætti að hægt er ab nota þá í
margs konar stæröarflokkun,
hvort heldur er í sjávarútvegi eba
landbúnabi og telur eigandi Style,
Ragnar M. Magnússon, ab víba sé
óplægöur akur á markaði fyrir
þetta tæki.
„Kostir flokkaranna eru fyrst og
fremst þeir hversu einfaldir þeir eru í
notkun en um leið nákvæmir í
flokkun og fara vel með hráefnið.
Það skiptir miklu máli fyrir verð-
mæti þeirrar vöru sem verið er að
framleiða," segir Ragnar.
Notaðir hafa verið hristaraflokkar-
ar við loðnuvinnsluna hér á landi en
hristingurinn og núningurinn hefur
hins vegar farið mjög illa meb hrá-
efnið. Vélarnar frá Style era svokall-
aðar hryggjarsúluvélar og framleibir
fyrirtækið við vélarnar fullkominn
innmötunarbúnað sem sér um að
jafna innmötunina. í stuttu máli má
lýsa vélunum þannig að fiskurinn
kemur inn á enda á röð af nylon
böndum, fellur nibur á milli og berst
síðan með böndunum þar til bilið á
milli þeirra er orbið það mikið ab
fiskurinn fer niður og þá ofan í kar
meb réttum stærðarflokki. Þetta þýð-
ÆGIR 35