Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1997, Page 37

Ægir - 01.04.1997, Page 37
Mynd:Þorgeir Baldursson SU211 Fimmtudaginn 20. febrúar sl. kom Guðrún Þor- kelsdóttir SU 211 (1076) til hafnar á Eskifirði eftir gagngera breytingu í Póllandi. Breytingin fór fram í skipasmíðastöðinni Nauta Shipyard í Gdynia. Um hönnun breytinga sá Teiknistofa Karls G. Þorleifssonar á Akureyri. Skipið er í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf en fram- kvœmdastjóri þess er Magnús Bjarnason. Skip- stjóri er ísak Valdimarsson og yfirvélstjóri er Jó- hannes G. Jóhannsson. Tæknideild Fiskifélags íslands HELSTU BREYTINGAR Skipið var lengt um 8 metra og með nýjum skuthluta er skipið nú 10.05 metrum lengra en áður. í botni lengda hlutans voru smíðaöir um 22 m3 geym- ar fyrir brennsluolíu. Ennfremur voru smíðuð langskipsþil í öllum undirlest- um og á milliþilfari í lengdum hluta. Nýtt þilfarshús var sett á skipið og er það með vistarverum og stakkageymslu, nýtt stýrishús, ratsjár- og ljósamastur, skorsteinshús og fleira var smíðaö úr áli. ÆGIR 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.