Ægir - 01.04.1997, Síða 38
Loftræsti- og tækjarými er staðsett í
millrými undir stýrishúsinu. Aftan við
vélarrúm, þar sem áður var káeta með 4
íbúðarklefum, hefur nú verið komið fyr-
ir verkstæði, vélalager og vaktklefa. Á
verkstæði er m.a. nýr rennibekkur.
Smíðaður var lokaður hvalbakur úr áli,
með legufæra- og landfestibúnaði,
frammastri og fleira. Bakki er smíðaður
yfir togvindur og er hann einnig nýttur
fyrir geymslur. Nýr gafllaga skuthluti
var smíðaður í fullri breidd skipsins
meö toggálgum og skutrennuloka í
gafli. í nýjum hluta afturskips eru
geymar í botni, íbúðir á neðra þilfari og
nótakassi með lunningum þar fyrir
ofan. Smíðaður var kassakjölur á skipið
og sett á það perustefni. Bátaþilfar og
Ferill skips
Guðrún Þorkelsdóttir SU-211 hét upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA-
77. Skipið var smíðað hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi árið
1969 og var afhent í mars. Það hefur smíðanúmer 20 hjá stöðinni.
Helga Guðmundsdóttir BA-77 var í eigu Vesturrastar h.f. á Patreksfirði þar
til í febrúar 1982 en þá fékk skipið nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU-211 og
var í eigu Hólmaborgar hf á Eskifirði þar til í apríl 1990 er Hraðfrystihús Eski-
fjarðar hf eignaðist skipið. Þess þarf vart að geta að Aðalsteinn Jónsson er
aðal- eigandi Hólmaborgar h.f. og Hraðfrystihúss Eskifjarðar h.f.
Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar: Árið
1974 var skipið lengt um 5,0 m. Árið 1977 var byggt yfir aðalþilfar þess frá
hvalbak að yfirbyggingu að aftan. Ný aðalvél var sett í skipið árið 1985 og
stækkaði með því aðalvél úr 1100 hestafla (809 Kw) MWM í 1350 hestafla
(993 Kw) Wichmann og er sú vél enn í skipinu.
FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023
Óskum útgerð og áhöfn
til hamingju með breytingarnar.
I skipið var sett nv Hundested hliðarskrúfa, beindrifin
með 300 hö.XMITSUBISHI DAF dieselvél.
MDVÉLAR HF.
38 ÆGIR