Ægir - 01.04.1997, Qupperneq 45
Ferill skips
Skipiö, sem hét upphaflega Magnús NK 72, er smíðað hjá Lindstnls Skips- og
Batbyggeri í Risor í Noregi, afhent í mars 1967, smíðanúmer 263 hjá stöö-
inni.
Magnús NK 72 var í eigu Ölvers h.f. í Neskaupstað þangað til í febrúar
1988. Þá fær skipið nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 í eigu Þorbjarnar
h.f. í Grindarvík. Frá því í september 1988 ber skipið nafnið Valaberg GK 399
í eigu Siglubergs h.f. í Grindavík þangað til í október 1989. Síðan fær skipið
nafnið Bergur VE 44 og er í dag í eigu Valabergs ehf. í Vestmannaeyjum.
Helstu breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu er að það var miðju-
lengt um 4,24 m og byggt yfir aðalþilfar skipsins 1977. Árið 1981 er sett ný
aðalvél í skipið, 1065 hö, 783 KW, Bergen Dieselvél kom í staðin fyrir, 755
hö, 555 KW, Ruston Paxmann vél. Árið 1984 var smíðað nýtt stýrishús úr
stáli og leysti það af hólmi upphaflega stýrishúsið sem var úr áli. Sumarið
1987 er byggður bakki og sett perustefni á skipiö ásamt gafllaga skut með ol-
íutönkum. 28 apríl 1991 kom upp eldur í skipinu, sem olli umtalsverðum
skemmdum á því. Eftir brunann var byggt nýtt þilfarshús undir brú og gerð-
ar breytingar á fyrirkomulagi íbúða.
Magnús NK 72 á sér sérstaka sögu hjá Tæknideild Fiskifélags íslands og
Fiskveiðasjóði. Þegar skipið kom nýtt til landsins gekk illa að fiska síld í skip-
ið og fyrrverandi skipstóri þess, Jón Ölversson, segir að varla hafi náðst að
fiska í soðið.
Þegar skipið nálgaðist síldartorfu þá stakk síldin sér og ekki náðist að kasta
á torfuna, Þrátt fyrir að skipið væri nýtt, og í þá daga, mjög fullkomið skip.
Síðar kom í ljós að skipið var með svokallaða syngjandi skrúfu og einnig söng
í framgír skipsins þegar gírnum var kúplað inn. í framhaldi af þessu vanda-
máli Magnúsar NK var keypt til Tæknideildar Fiskifélagsins vönduð og full-
komin hljóðgreiningatæki frá Bruel og Kjær í Danmörku. Til eru upptökur
hjá Tæknideild af því þar sem Magnús NK siglir framhjá og hljóönemi (Hy-
drophone) er hafður úti í sjó og hljóðin tekin upp á segulband. Hljóðin koma
greinilega fram þegar spilað er af segulbandi. Jón Ölversson skipstjóri sagði að
önnur skip hafi átt í erfiöleikum með syngjandi skrúfur en það hálfa væri nóg
miðað við hljóðin í Magnúsi NK. Ýmsar athuganir voru gerðar á skrúfublöð-
unum og kom í ljós að sprunga var í einu blaðinu. Eftir að skipið fékk ný
skrúfublöð og skipt var um tannhjól í framgír skipsins fóru hlutirnir að lagast
og hefur skipinu gengið allvel að fiska síðan.
í dag er skipið lengra, breiðara og
dýpra en áður og er skipið rúmlega tvö-
falt stærra í dag, miðað við neðra þilfar,
en þegar'það kom nýtt til landsins. í
dag er rúmtala skipsins c.a. 2332 m3
miðað við 869,6 m3 þegar það kom nýtt
til landsins.
Nýi skrokkurinn er með 600 mm
bandabil og tengist gamla skipinu á
bandi nr. 26 og hefur þetta band nr. 23 í
skipinu í dag og er þar jafnframt véla-
rúmsþil. Skipið er með tvö þilför, peru-
stefni og hvalbak að framan og gafllaga
skut að aftan. Fremst undir neðra þilfari
er stafnhylki fyrir sjókjölfestu, sónar-
hliðarskrúfu- og hjálparvélarými með
botngeymum fyrir brennsluolíu. Fremst
á neðra þilfari eru stafnhylki, keðjukass-
ar og rými sem er nýtt sem geymsla. Þar
fyrir ofan er bakki með geymslum.
Lestarýminu er skipt í þrjú megin
rými með þverskipsþilum sem hverju er
skipt með langskipsþiljum í þrjú hólf.
Botngeymar fyrir brennsluolíu og fersk-
vatn eru undir lestum. Lestamar em því
níu hólf og ná frá botni lesta og upp að
efra þilfari og eru botn, útsíður, fram-
og afturþil og loft lesta einangmð með
Polyurethan og klætt með 6 mm stáli.
Hvert lestahólf er með sjálfstæða
lestalúgu. Stjórnborðsmegin fyrir miðju
skipi, á neðra þilfari, liggur gangur á
milli fram og afturskips. í miðjum gang-
inum er rými sem hægt er að koma fyr-
ir löndunardælum eða öðrum búnaði.
Lagnakerfi fyrir sjókælingu er komið
fyrir í lestum. Hliðarhólf lesta, undir að-
alþilfari, eru útbúnar með vökva-
knúnum rennilúgum og er þannig hægt
að lempa fiski yfir í miðhólfin.
Ofan á efra þilfar kemur ný sjóskilja.
Þilfarshús var stækkað til muna og er
byggt út í bakborðssíðu. Þar hefur verið
útbúin ný stakkageymsla.
Vélbúnaður
Aðalvél skipsins var breytt þannig að
snúningshraði vélarinnar er hækkaður
úr 750 sn/mín. í 825 sn/mín. og því má
taka út allt að 1150 hö, 846 Kw. í stað
1065 hö, 784 Kw áður. Niðurfærslugír
skipsins var endurbyggður og skipt um
tannhjól í gírnum. Niðurgírun er 3,5:1.
Ný skrúfublöð, 2.350 mm í þvermál,
eru í nýjum skrúfuhring. Ásrafall er nú
færður yfir á nýja hjálparvél sem komið
er fyrir í framskipi. Ný bógskrúfa er í
framskipi og er skrúfan knúin beint af
dieselvél um vinkilgír. Nýjum þilfar-
skrana var komiö fyrir á efra þilfari.
Skipið nú - Stutt lýsing
Almenn lýsing: Skipið er útbúið sem
nótaveiðiskip, smíðað í Lindstols Skips-
og Batbyggeri í Risr í Noregi. Smíða-
númer þess er 263 hjá stöðinni og var
það afhent í mars árið 1967. Skipið var
smíðað í flokki Norsk Veritas en féll úr
flokki árið 1968.
Fyrirkomulag: Tvö þilför eru stafna
á milli og sex vatnsþétt þverskipsþil em
í skipinu. Þilfarshús og brú eru aftan til
á efra þilfari og bakki fremst á efra þil-
fari. íbúðir eru í öllum megin atriðum
eins og fyrir var.
Vélbúnaður
Aðalvél er af gerðinni Bergen Diesel, 6
strokka fjórgengisvél með forþjöppu og
eftirkælingu og áætluð um 1150 hö,
846 KW, við 825 sn/mín. Aftan á aðal-
vél tengist uppgerður niðurfærslugír frá
ÆGIR 45