Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 92

Ægir - 01.09.1997, Side 92
„Mitsubishi vélarnar í toppnum hvað endingu varðar66 segirHjalti Sigfússon, framkvœmdastjóri MD Véla /ú, það er rétt að nafn fyrirtœkisins bendir á meginhlutverk þess, þ.e. að vera einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi dieselvélar í skip og báta," segir Hjalti Sigfússon, framkvœmda- stjóri MD Véla í samtali við Ægi. Hjalti hefur starfað um 35 ára skeið við dieselvélar og um áramótin 1989- '90 stóðu mál þannig að Mitsubishi leitaði að nýjum umboðsaðila á íslandi og þá var fyrirtækið MD-Vélar stofnað. í dag eru starfsmenn fyrirtækisins fjórir, bæði í sölu, þjónustu og viðgerð- um. „Ég hef sérhæft mig í dieselvélum, túrbínum og gírum. Við getum sagt að í trillum og litlum bátum byggist þessi vélbúnaður á svipum grunni og í dies- elknúnum bílum en okkar sérsvið er vélbúnaður í stærri skip og þar er um að ræða sérhæfðar vélar sem kalla á sérþekkingu," segir Hjalti. Allar vélar sem fyrirtækið selur koma frá Mitsubishi en hliðarbúnaður við vélarnar, s.s. kælar, gírbúnaður, skrúfubúnaður, kemur frá ýmsum öðr- um framleiðendum. „Það væri of langt mál að telja þetta allt upp en við leggj- um upp úr því að geta leyst á heild- stæðan hátt allt það sem þarf í vélar- rúm stærri skipa. Við erum að selja mest af vélum á stærðarbilinu frá 10 hestöflum upp í 1300 hestöfl en við getum síðan útvegað vélar allt yfir 60 þúsund hestöfl ef einhver þarf á að halda," segir Hjalti. Mikil sala hefur verið á undanförn- um árum í vélum fyrir nótaveiðiskipin og sem aðalvélar hafa MD-Vélar selt mest af vélum upp að 1000 hestöflum og síðan hjálparvélar, t.d. ljósavélar, bæði fyrir báta- og togaraflotann. Hjalti segir engum vafa undirorpið að vélaframleiðsla sé til muna vand- aðri en fyrr á árum. „Endingin er margföld á við það sem var þegar ég byrjaði að vinna við dieselvélar. Fram- leiðslan er undir stífu eftirliti, fram- leiðsla Mitsubishi véla fylgir t.d. gæða- staðli ISO-9001 og síðan er framleiðsl- an tekin út af viðurkenndum flokkun- arfélögum. Aðhaldið er þess vegna mjög gott og einfaldlega hægt að segja að maður gæti ekki selt rusl þó manni dytti það í hug. Þess utan eru lögmálin þannig að markaðurinn velur úr. Þannig sýnist mér vera 10-12 umboð hér á landi með umboð fyrir vélar á bilinu 300-2000 hestöfl en fjórir til fimm þessara aðila eru að selja eitt- hvað að gagni," segir Hjalti. Umhirðan á vélunum um borð í skipunum getur sagt hvað mest um endingu þeirra. „Ég hef orðað þetta þannig að það er meiri munur á vél- stjórum en vélaframleiðendum. En staðreyndin er líka sú að sumar véla- gerðir skila mun betri endingu en aðr- Hjalti Sigfiisson, framkvœmdastjóri MD Véla, við eina afminnstu Ijósavélunum sem fyrirtœkið hefur selt í skip hér á landi. ar. Mitsubishi vélarnar hafa verið í toppnum hvað endingu varðar og það vita þeir sem til þekkja. En almennt tel ég að umhirða útgerðanna um véla- kost skipanna hafi verið að batna með bættri stjórnun og meira fyrirbyggj- andi viðhaldi," segir Hjalti. Rafmagnsnotkun í skipunum er mjög vaxandi og það kallar á stærri ljósavélar. Frystingin er stærsta skýring aukinnar rafmagnsnotkunar í togurun- um, sömuleiðis RSW-kælikerfin í nóta- veiðiskipunum. „Fyrir nokkrum árum þótti mikið að vera með 300 kílówatta rafmagnsframleiðslu en núna erum við t.d. að bjóða tvær 1000 kílówatta vélar í eitt skip. Breytingin er því mikil," segir Hjalti. Á framtíðina er Hjalti bjartsýnn, segist finna vel fyrir því að fjárhags- staðan í útgerðinni sé betri en oft áður. „Það var líka komin mikil uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun þannig að það er ekki skrýtið þó menn noti tækifærið þegar léttir í rekstrinum," segir Hjalti. 92 M3M

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.