Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 92

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 92
„Mitsubishi vélarnar í toppnum hvað endingu varðar66 segirHjalti Sigfússon, framkvœmdastjóri MD Véla /ú, það er rétt að nafn fyrirtœkisins bendir á meginhlutverk þess, þ.e. að vera einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi dieselvélar í skip og báta," segir Hjalti Sigfússon, framkvœmda- stjóri MD Véla í samtali við Ægi. Hjalti hefur starfað um 35 ára skeið við dieselvélar og um áramótin 1989- '90 stóðu mál þannig að Mitsubishi leitaði að nýjum umboðsaðila á íslandi og þá var fyrirtækið MD-Vélar stofnað. í dag eru starfsmenn fyrirtækisins fjórir, bæði í sölu, þjónustu og viðgerð- um. „Ég hef sérhæft mig í dieselvélum, túrbínum og gírum. Við getum sagt að í trillum og litlum bátum byggist þessi vélbúnaður á svipum grunni og í dies- elknúnum bílum en okkar sérsvið er vélbúnaður í stærri skip og þar er um að ræða sérhæfðar vélar sem kalla á sérþekkingu," segir Hjalti. Allar vélar sem fyrirtækið selur koma frá Mitsubishi en hliðarbúnaður við vélarnar, s.s. kælar, gírbúnaður, skrúfubúnaður, kemur frá ýmsum öðr- um framleiðendum. „Það væri of langt mál að telja þetta allt upp en við leggj- um upp úr því að geta leyst á heild- stæðan hátt allt það sem þarf í vélar- rúm stærri skipa. Við erum að selja mest af vélum á stærðarbilinu frá 10 hestöflum upp í 1300 hestöfl en við getum síðan útvegað vélar allt yfir 60 þúsund hestöfl ef einhver þarf á að halda," segir Hjalti. Mikil sala hefur verið á undanförn- um árum í vélum fyrir nótaveiðiskipin og sem aðalvélar hafa MD-Vélar selt mest af vélum upp að 1000 hestöflum og síðan hjálparvélar, t.d. ljósavélar, bæði fyrir báta- og togaraflotann. Hjalti segir engum vafa undirorpið að vélaframleiðsla sé til muna vand- aðri en fyrr á árum. „Endingin er margföld á við það sem var þegar ég byrjaði að vinna við dieselvélar. Fram- leiðslan er undir stífu eftirliti, fram- leiðsla Mitsubishi véla fylgir t.d. gæða- staðli ISO-9001 og síðan er framleiðsl- an tekin út af viðurkenndum flokkun- arfélögum. Aðhaldið er þess vegna mjög gott og einfaldlega hægt að segja að maður gæti ekki selt rusl þó manni dytti það í hug. Þess utan eru lögmálin þannig að markaðurinn velur úr. Þannig sýnist mér vera 10-12 umboð hér á landi með umboð fyrir vélar á bilinu 300-2000 hestöfl en fjórir til fimm þessara aðila eru að selja eitt- hvað að gagni," segir Hjalti. Umhirðan á vélunum um borð í skipunum getur sagt hvað mest um endingu þeirra. „Ég hef orðað þetta þannig að það er meiri munur á vél- stjórum en vélaframleiðendum. En staðreyndin er líka sú að sumar véla- gerðir skila mun betri endingu en aðr- Hjalti Sigfiisson, framkvœmdastjóri MD Véla, við eina afminnstu Ijósavélunum sem fyrirtœkið hefur selt í skip hér á landi. ar. Mitsubishi vélarnar hafa verið í toppnum hvað endingu varðar og það vita þeir sem til þekkja. En almennt tel ég að umhirða útgerðanna um véla- kost skipanna hafi verið að batna með bættri stjórnun og meira fyrirbyggj- andi viðhaldi," segir Hjalti. Rafmagnsnotkun í skipunum er mjög vaxandi og það kallar á stærri ljósavélar. Frystingin er stærsta skýring aukinnar rafmagnsnotkunar í togurun- um, sömuleiðis RSW-kælikerfin í nóta- veiðiskipunum. „Fyrir nokkrum árum þótti mikið að vera með 300 kílówatta rafmagnsframleiðslu en núna erum við t.d. að bjóða tvær 1000 kílówatta vélar í eitt skip. Breytingin er því mikil," segir Hjalti. Á framtíðina er Hjalti bjartsýnn, segist finna vel fyrir því að fjárhags- staðan í útgerðinni sé betri en oft áður. „Það var líka komin mikil uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun þannig að það er ekki skrýtið þó menn noti tækifærið þegar léttir í rekstrinum," segir Hjalti. 92 M3M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.