Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 6

Ægir - 01.12.1998, Page 6
Fiskiþing haldið með breyttu sniði iskiþing var haldið síðari hluta nóvembermánaðar og var hið 57. í röðinni. Þingið markaði nokkur tímamót þar sem gerðar hafa verið skipulagsbreytingar á Fiskifélagimi og þar með er tilnefning fulltrúa til Fiskiþings önnur en áður. Til Fiskiþings komu nú fulltrúar frá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, Landssambandi smábátaeig- enda, Verkamannasambandi íslands, Sjómannasambandi íslands, Samtök- um fiskivinnslustöðva, Vélstjórafélagi íslands og Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands. Heildarfjöldi full- trúa var 37. Eins og fram hefur komið var fyrir- komulag Fiskiþings áður á þann veg að félagsdeildir út um landið til- nefndu fulltrúa. Eftir breytingar á fé- laginu, sem staðfestar voru á Fiski- þingi sl. vor, skipa nú fulltrúa á Fiski- Fiskifélag íslands þing þau félög sem aðild eiga að Fiski- félagi íslands. Umhverfismál voru aðalefni Fiski- þings á þessu sinni og voru flutt á þinginu mjög fróðleg erindi um þenn- an mikilvæga málaflokk. Vinnuhópar á þinginu skiluðu skýrslum um ein- stök áhersluefni í umhverfismálunum og hefur stjórn Fiskifélagsins þessar skýrslur til áframhaldandi umfjöllun- ar. Um beinar ályktanir Fiskiþings var því ekki að ræða. Fjallað er um 57. Fiskiþing á bls. 25 og í Ægi er að þessu sinni viðamikii umfjöllun um íslenskan sjávarútveg og umhverfismál. VELSTJORAFELAG ISLANDS OSKAR FELAGSMONNUM SÍNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA SVO OG ÖLLUM ÞEIM SEM FÉLAGIÐ Á SAMSKIPTI VIÐ GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDARÁ KOMANDI ÁRI 6 MCm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.