Ægir - 01.12.1998, Page 20
Eitt besta ár í sögu
íslensks sjávarútvegs
- segir Svanur Guðmundsson, ráðgjafi hjá Landsbréfum
s
TJg held að óháð gengisþróun
JL/hlutabréfa í sjávarútvegsfyrir-
tœkjum þá blandist engum hugur um
að árið 1998 hefur verið eitt það
besta í sögu sjávarútvegs á íslandi,"
segir Svamir Guðmundsson, yfir-
tnaður sjávarútvegsgreiningar hjá
Landsbréfum. fafnframt því að
starfa við verðbréfamiðlun og við-
skipti með hlutabréfísjávarútvegs-
fyrirtœkjum þekkir Svanur vel til
rekstrar sjávarútvegsfyrirtœkja þar
sem hann hefur sjálfur stýrt slíkum
fyrirtœkjum og starfað um árabil í
sjávarútvegi.
Svanur segir að á undanförnum
mánuðum hafi verið mikið um að
vera á hlutabréfamarkaði og þar af
leiðandi hafi athyglin ekki beinst eins
mikið að sjávarútvegsfyrirtækjunum
og ástæða væri til. „Það eru margir
spennandi kostir að koma fram á
markaðnum, t.d. sala ríkisbankanna,
og út frá því tel ég að gengisþróun sé
ekki að endurspegla þá breytingu sem
orðið hefur í sjávarútveginum. Gengi
hlutabréfanna gefur því ekki
raunsanna mynd af því hversu vel hef-
ur miðað í rekstri fyrirtækjanna," segir
Svanur.
nema kannski rækjuveiðarnar. Bolfisk-
veiðar og -vinnsla hafa aldrei verið
jákvæðari og verð á lýsi og mjöli hefur
verið mjög gott en veiðar á síld og
loðnu hafa ekki gengið sem skyldi í
haust" segir Svanur og bendir á að
aukning á þorskkvóta muni einnig
hafa áhrif á afkomu kvótasterkustu
fyrirtækjanna, ekki hvað síst þeirra
sem hafa yfir að ráða bæði land- og
sjóvinnslu.
Fyrirtækin áttu von á
niðursveiflu í rækjunni
Svanur segir að niðursveiflan í rækju-
veiðinni hafi ekki komið á óvart, enda
hafi Hafrannsóknastofnunin varað við
henni.
„Fyrirtækin hafa búið sig undir að
sækja á önnur mið og það höfum við
ekki gert áður þegar svona aðstæður hafa
komið upp. Nú horfa menn til Barents-
hafssvæðisins og Flæmska hattsins og
það verður spennandi að sjá hvemig til
20 MCm
Nær allar greinar
að skila betri afkomu
Milliuppgjör fyrir fyrstu níu mánuði
ársins komu í flestum tilfellum vel út
og Svanur segist ekki sjá annað en síð-
asta tímabil ársins ætti að vera í svip-
uðum dúr.
„Að vísu hefur hagstæð gengis-
þróun fyrri hluta ársins gengið til baka
á seinni hluta ársins en yfir heildina
eru allar greinar að skila betri afkomu,
Svanur Guðmundsson, ráðgjafi hjá Landsbréfúm, telur að fyrirtœki í sjávarútvegi muni
nýta vel öll taekifœri til hagrœðingar. Ef gerðar verði breytingar á fiskiveiðistjórnun þá
þurfi alltafað hafa að leiðarljósi að þœr skapi aukin hagrœðingartœkifœri ígreininni.
'•orgeir Baldursson