Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 21

Ægir - 01.12.1998, Page 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fjármál og viðskipti Afkowa sjávarútvegsfyrirtœkja á árinu mun heiltyfir teljast mjöggóð. tekst að brúa bilið á meðan niðursveiflan varir hér heima. Og í þessu reynir á að hafa góð skip, því betri sem þau em - þeim mun hæfari verða fyrirtækin." Kvótinn skilar stöðugleika Svanur segir að kvótanum megi þakka margt í góðu gengi sjávarútvegsins um þessar mundir. Hann skili stöðugleika í rekstri fyrirtækjanna og þar með hafi stjórnendur snúið sér að baráttu við fjármagnskostnað og síðan hafi komið til hlutabréfamarkaður, aukin sam- keppni í bankastarfsemi og fleiri þættir. „Þetta leiðir til þess að ytri skilyrðin eru ekki eingöngu þeir þættir sem ráða ferðinni. Ákvarðanatakan er komin nær mönnum í fyrirtækinu, kvótinn liggur ljós fyrir og út frá honum geta stjórnendur fyrirtækisins búið til það rekstrarmódel sem hentar best hverju sinni," segir Svanur. Sameiningarferlið heldur áfram Sameining og samstarf sjávarútvegsfyr- irtækja hefur verið einkennandi á und- anförnum árum en Svanur er ekki þeirrar skoðunar að minna verði um slíkt á komandi mánuðum og árum. Fyrirtækin sjái hagræðið af því að stækka einingar og „fá fleiri fætur til að standa á," eins og hann orðar það. Þetta segir hann ekki þurfa að þýða að hægt sé að lækka stjórnunarkostnað. „Ég spái því að smærri aðilar sem ekki tengjast stærri fyrirtækjum í dag muni gera það þegar fram í sækir. Ég sé ekki betur en hreyfingar verði miklar á næsta ári enda eru engin endimörk í vexti sjávarútvegsins. Sóknin mun aukast á erlenda markaði og þegar leyfð verður erlend fjárfesting í sjávar- útvegi hér á landi þá munu fyrirtækin auka samvinnu við erlend fyrirtæki sem eru í sjávarútvegi. í mínum huga er spurning hvenær þetta gerist, ekki hvort," segir Svanur. Svanur er ekki sáttur við þá umræðu að kvóti sé á fárra manna höndum í þjóðfélaginu í dag. Aldrei í sögu þjóð- arinnar hafi eins margir átt hluti í sjáv- arútvegsfyrirtækjum og sú staðreynd verði ekki hrakin. „Tal um annað er einfaldlega rangt og mig grunar að fullyrðingarnar í þessa veru, sem heyrast í dag, hafi frek- ar átt við þegar hér voru óðalsbændur sem öllu réðu. Hlutabréfamarkaðurinn hefur hjálpað sjávarútvegsfyrirtækjun- um að byggja sig upp en ef framundan eru breytingar á sjávarútvegsstefnunni þá vona ég að menn beri gæfu til að gera þær undir þeim formerkjum að auka hagræðingu í greininni," segir Svanur Guðmundsson Vísir í Grindavík haslar sér völl á Djúpavogi: Kaupir ráðandi hlut í Búlandstindi Útgerðarfyrirtækið Vísir hf í Grindavík hefur keypt 51% lilut í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Búlandstindur hefur átt í umtalsverðum erfiðleikum á undanförnum misserum og á aðalfundi fyrirtækisins á dögunum kom fram að rekstrartap á síðasta rekstrarári fyrirtækisins var tæplega 200 milljónir króna. Skuldir fyrirtækisins hafa samhliða farið vaxandi. Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki og hefur yfir að ráða fimm línuskipum, rekur saltfiskvinnslu og útgerð í Grindavík. Skipin hafa róið ntikið á miðum fyrir austan og suðaustan landið og landað aflanum á höfnum á svæðinu en ntunu nú væntanlega landa á Djúpavogi. Búlandstindur hefur um 130 starfsmenn í vinnu en auk rekstrar fiskvinnslufyrirtækja í landi gerir fyrirtækið út ísfisktogarann Mánatind og frystitogarann Sunnutind. ÆGÍU 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.