Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Hráefhi fyrir rækjuverksmiðjuna á Skagaströnd á að vera tryggt með nýjustu aðgerðum
Skagstrendings hf.
Skagstrendingur
mætir niðursveiflunni
1 rækjunm
kagstrendingur hf. hefur ráðist í
aðgerðir til að mœta samdrœtti í
rœkjuveiðum hér við land. Fyrirtœkið
hefur keypt rœkjuskipið Blæng NK-
117 af Síldarvinnslunni lif. á Nes-
kaupsstað og leigt það fyrirtœki í
Eistlandi. Eistneski samstarfsaðilinn
er einnig eigandi í fyrirtœki með
Skagstrendingi hf. og Nasco hf. sem
cetlunin er að kaupi rcekjuskipið
Helgu Björgu af Skagstrendingi en
bceði skipin verða síðan gerð út á
Flcemingjagrunn og ntunu leggja upp
afla hjá Skagstrendingi hf. Á þennan
hátt tryggir fyrirtcekið hráefni til
vinnslu sinnar.
Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Skagstrendings hf., segir að rekstur
Helgu Bjargar hafi ekki gengið sem
skyldi að undanförnu. Ástæðan er
fyrst og fremst það dapra ástand sem
er á rækjumiðunum. Hann segir að
fyrirtækið hafi horft til möguleika á að
selja skipið og fá annað öflugra í stað-
inn. Blængur NK sé góður kostur en
ekki sé grundvöllur fyrir útgerð skips-
ins hér í lögsögunni á meðan niður-
sveiflan í rækjuveiðunum vari.
Með framangreindu fyrirkomulagi í
útgerð skipanna á að vera tryggt að
rækjuvinnslan á Skagaströnd fái 2500
tonn af iðnaðarrækju á ári. Ekkert
bendir til annars en ástandið á Flæm-
ingjagrunni sé gott, veiðar hafa gengið
vel á svæðinu síðasta árið og greinilegt
að öflugustu skipin ná bestum árangri.
Til að gera Blæng betur úr garði til
veiðanna hefur verið ákveðið að í lok
janúarmánaðar verði settur nýr spil-
búnaður um borð. Með honum getur
Blængur veitt með tveimur trollum
samtímis. Þá verður einnig sett öflugri
aðalvél í skipið, 3300 hestöfl. Breyt-
ingum á að ljúka í febrúar og heldur
skipið þá til veiða.
jfr XiMÉÍ
ÍREVTÍIf
Sameining HÞ og
Skála úr sögunni
Ekkert verður af samruna
Hraðfrystihúss Þórshafnar og Skála
ehf., sem meðal annars gerir út
loðnuskipið Júpíter. Minnihlutaeig-
endur f Skálum lögðust gegn
samrunanum og hótuðu að krefjast
innlausnar ef hann gengi eftir. Þar
með var hætt við samrunaferlið.
Um þessar mundir eru einnig að
verða stjórnarformannsskipti hjá
Hraðfrystihúsi Þórshafnar hf. ísak
Ólafsson, sveitarstjóri á Þórshöfn
hefur tekið við því embætti af
Reinhard Reynissyni, fyrrverandi
sveitarstjóra.
Nasco kaupir hlut
í Bakka
Inn- og útflutningsfyrirtækið
Nasco ehf. í Reykjavík hefur keypt
60% hlut í Bakka hf. í Bolungarvík.
Seljandinn er Þorbjörn hf. í
Grindavík sem áfram á hlut í bakka
á móti Nasco. Ætlunin er að í
framhaldi af kaupunum verði hrá-
efnisöflun styrkt fyrir rækjuverk-
smiðju Bakka hf., auk þess sem fjár-
hagsstaða fyrirtækisins verði betri.
Jafnframt aðgerðunum mun sú
breyting verða á að Þorbjörn hf.
tekur við öllum útgerðarþætti
Bakka hf., sem og veiðiheimildum.
AGIR 23