Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 25

Ægir - 01.12.1998, Page 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Umhverfismál rœdd á 57. Fiskiþingi: Umhverfismálaumræðan mikilvæg fyrir sjávarútveginn TJfhorft er aðeins eitt ár aftur í L tímann í sjávarútveginwn hér á landi er ekki annað hœgt en að staldra við það kastljós sem hefur í vaxandi ntœli verið beint að umhverflsmálum. Fyrirtœki hafa ver- ið að nióta sína umhverflsstefhu, sölusamtökin sömuleiðis, sérgreiitafé- lögin eru einnig á þessari braut sem og sjávarútvegsráðuneytið og fleiri aðilar. Fiskifélag íslands hefur á und- anfómum tveimur árum gert um- hverflsntál sjávaríítvegsins að helsta verkeflti sínu og á mikinn þátt íþeim áhuga sem er að skapast á tengslum íslensks sjávarútvegs og utnhverfls- mála. Þannig voru umhverflsmálin sérstakt viðfangsefni Fiskiþings, setn haldið var nú í lok nóvembermánað- ar. Þar voru fluttir fyrirlestrar utn tnargar afþeim hliðutn setn snúa að utnhverflsmálum og sjávarútvegi. Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags íslands, sagði undir þing- fulltrúum komið hvort Fiskiþing gæti skilað íslenskum sjávarútvegi, Fiskifé- lagi íslands og þjóðfélaginu í heild ár- angri á sviði umhverfismála. „Við vitum að við leysum ekki öll vandamál tengd umhverfismálum hér en ef okkur tekst þannig upp í okkar vinnu að við vitum betur eftir þing en áður um hvað málið snýst, þá er vel. Ef okkur tekst að koma aukinni þekk- ingu og skilningi á umhverfismálum inn á við í sjávarútveginn, þá er vel. Ef okkur tekst að upplýsa íslenska þjóð í einhverjum mæli um sjónarmið sjáv- arútvegsins varðandi umhverfismál, þá er vel. Og ef okkur tekst að sann- færa sjálfa okkur, yfirvöld og aðra í Pétar Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags íslands. kringum okkur að við þurfum sameig- inlegan vettvang til þess að fjalla um sameiginleg verkefni, þá er vel. Ef við yfir höfuð leysum okkar verkefni vel á þessu þingi, þá mun þetta þing marka þau tímamót sem vonast er eftir. í þessu sambandi er rétt að fjalla að- eins um eðli Fiskifélagsins nú. Fiskifé- lagið er ekki lengur hagsmunagæslu- aðili einstakra greina sjávarútvegsins. Vettvangur þess er eingöngu þau sam- eiginlegu verkefni sem samstaða er um að leysa á vegum félagsins. Fiskifélagið er ekki lengur hagsýslustofnun eða stjórnsýslustofnum. Fiskifélagið er ekki heldur þau regnhlífarsamtök sjáv- arútvegsins sem hafa önnur samtök greinarinnar undir sér - og félagið hef- ur ekki neina tilburði í þá átt. Fiskifé- lagið er vissulega regnhlífarsamtök sjávarútvegsins í einhverjum skilningi þess orðs, en fyrst og fremst sem sam- starfsvettvangur greinarinnar til þess að veita sameiginlegum málum braut- argengi. Fiskifélag íslands hefur breyst og verður aldrei eins og það var. Þið eruð að taka þátt í Fiskiþingi hjá nýju Fiskifélagi og þurfið og eigið að vinna ykkar þrekvirki á öðrum forsendum en forverar ykkar á fyrri Fiskiþingum," sagði Pétur Bjarnason, í setningarræðu Ný viðhorf og nýjar kröfur Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, ávarpaði Fiskiþing í síðasta sinn sem ráðherra sjávarútvegsmála. Hann sagði ekkert lát á mikilli um- ræðu í þjóðfélaginu um sjávarútvegs- málin og sagði það eðlilegt, enda um að ræða atvinnugrein sem snerti fleiri strengi í þjóðfélaginu en aðrar. í fjöl- miðlaumræðunni um greinina komi oft í ljós að aukaatriði séu ekki greind frá aðalatriðum en ráðherrann sagði mjög mikilvægt að umræðunni verði beint að heildarhagsmunum greinar- innar og þar með þjóðarinnar allrar. „Að mínu mati er mikið fagnaðar- efni að Fiskifélagið hefur í breytingum á innra skipulagi og uppbyggingu ákveðið að gera umhverfisþáttinn í sjávarútvegsumræðunni að uppistöð- unni í sinni umfjöllun. Það er ærin ástæða til þess, ekki síst vegna þess að ÆGIR 25

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.