Ægir - 01.12.1998, Qupperneq 26
við þurfum að móta stefnu í þessum
efnum og taka ákvarðanir til lengri
tíma. Þær ákvarðanir þurfa að taka
mið af heildarhagsmunum en ekki
þröngum og afmörkuðum sjónarmið-
um. Við stöndum frammi fyrir nýjum
viðhorfum, nýjum kröfum sem gerðar
eru til sjávarútvegsins hvar sem er í
heiminum. Við höfum orðið vör við
þá alþjóðlegu hreyfingu sem kallar á
umhverfismerkingar og við þurfum að
svara þeim spurningum af okkar
hálfu. Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því í upphafi hvernig við viljum
standa að stjórnun veiðanna. Krafa
dagsins er sú að þjóðin sýni fram á að
fiskveiðar séu stundaðar á grundvelli
sjálfbærrar nýtingar. Nú getur menn
greint á um hvað í því hugtaki felst en
þó hygg ég að nokkuð almenn sátt
geti tekist um það hvað á bak við þetta
hugtak liggur.
Það er hins vegar ekki svo einfalt að
hægt sé að segja að allir séu á eitt sáttir
þegar á hólminn sé komið. í umræð-
unni sem fer fram þá heyrum við
raddir sem draga í efa að rétt sé að
standa að ákvörðunum um fiskveiði-
stjórnun út frá þessum sjónarmiðum.
Við heyrum að það eigi að láta önnur
sjónarmið ráða meiru en þau vísinda-
legu sjónarmið sem eru forsenda þess
að við getum tekið ákvarðanir um nýt-
ingu auðlindanna á sjálfbærum grund-
velli. Það er okkar gæfa að forystu-
menn helstu samtaka í sjávarútvegi,
bæði fulltrúar sjómanna og útvegs-
manna, hafa með mjög markvissum
hætti, stutt nýtingarstefnu sem byggð
er á þeim vísindalegu rannsóknum og
þeirri vísindalegu þekkingu sem við
höfum. Þetta er nokkuð frábrugðið því
sem margar þjóðir búa við vegna þess
að það er mun.almennara að forystu-
menn hagsmunasamtaka í sjávarút-
vegi hafi ekki þá framtíðarsýn og
ábyrgðartilfinningu að verja ákvarðan-
ir sem oft eru mjög erfiðar þegar draga
þarf úr aflaheimildum til þess að fram-
kvæma stefnu um nýtingu á sjálfbær-
um grundvelli. Það er miklu almenn-
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
ávarpar Fiskiþing: „Vísindaleg rök eiga að
liggja að baki fiskveiðistjómun."
ara meðal annarra þjóða að forystu-
menn hagsmunasamtaka í sjávarút-
vegi horfi aðeins á augnablikið og
finni rök til þess að víkja þekkingunni
til hliðar og tryggja augnabliks hags-
muni. Við höfum séð afleiðingar af
slíkri stefnu og í ýmsum tilvikum hef-
ur slíkt leitt til hruns fiskistofna og al-
varlegs atvinnuástands," sagði Þor-
steinn.
Sjávarútvegsráðherra lagði ríka
áherslu á að fiskiveiðistjórnunin og
hvernig staðið er að ákvörðun um
hana hafi mikið að segja þegar íslensk-
ir seljendur fiskafurða mæti kaupend-
um sínum úti á hinu stóra markaðs-
torgi heimsins.
„Við skulum gera okkur fulla grein
fyrir því að það þýðir ekki fyrir okkur
að fara út á erlenda markaði, berja
okkur á brjóst og segjast standa með
sæmilega skynsamlegum hætti að
fiskiveiðistjórnuninni ef menn í hinu
orðinu viðurkenna ekki að allar
ákvarðanir í þessum efnum verði að
taka á grundvelli vísindalegra for-
senda. Það er ekki hægt að gera hvort
tveggja: að víkja sjónarmiðum vís-
indamanna til hliðar og fara svo út á
erlenda markaði og segja að hér sé allt
í lagi."
Fróðleikur um umhverfismál
Fiskiþingsfulltrúar hlýða hér á fróðleg erindi á Fiskiþingi um umhverfismál. í
nefndum var síðan fjallað um ýmsar hliðar umhverfismálanna og hvernig þau
snerta sjávarútveginn. Afgreiðsla á þinginu benti til mikillar samstöðu innan
sjávarútvegsins í umhverfismálum og fékk stjórn Fiskifélagsins í afgreiðslum
nefndanna í hendur mikið efni til að vinna frekar úr.
26 mm