Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1998, Side 31

Ægir - 01.12.1998, Side 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Staðreyndin er sú að það eru mjög fá sjávarútvegsfyrirtœki erlendis byrjuð að skoða um- hverfismálin í samhengi við sinn rekstur og þess vegna hefur forskotið mikla þýðingu í vamarlegu tilliti," segir Guðjón Jónsson. mælikvarðar verði settir á vísindaleg- um forsendum en gallinn er sá að þá er að mæta alþjóðlegum stofnunum, eins og t.d. FAO, sem eru svo seinvirk- ar að mörg ár tekur að fá viðmiðun. Ætli menn sér að bíða eftir þessu gæti það tekið fimm ár en ef fyrirtækin byrja á að taka til í eigin garði á með- an, koma sér sjálf upp eigin umhverf- isstjórnun, þá hafa þau náð forskoti á samkeppnisaðila í öðrum löndum. Staðreyndin er sú að það eru mjög fá sjávarútvegsfyrirtæki erlendis byrj- uð að skoða umhverfismálin í sam- hengi við sinn rekstur og þess vegna hefur forskotið mikla þýðingu," segir Guðjón. Kaupendur fagna frumkvæði Tilhneiging er mikil til að líta á um- hverfismál sem einn stóran kostnaðar- lið. Hér gæti verið komið að úrslita- atriðinu um hvort fyrirtæki ráðast í umhverfisaðgerðir eða ekki en Guðjón varar við stöðnun. „Ef menn eru þjakaðir af hugsunar- hætti um mikinn kostnað eru þeir ekki líklegir til að sýna frumkvæði og koma upp umhverfiskerfum í sínum rekstri. Hættan er þá sú að beðið sé of lengi. Kaupendur erlendis búa við þrýsting frá almenningi og taka því fagnandi ef þeir finna að framleiðend- ur taka frumkvæði í umhverfismálum. Dæmi um þetta er Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. sem nú getur sýnt og sannað að fyrirtækið er sjálft að taka á í umhverfismálum. Aðgerðir fyrirtækjanna sjálfra eru að mínu mati eina raunhæfa andsvar- ið ef við verðum vör við lokanir á ein- hverjum mörkuðum fyrir þrýsting umhverfisvemdarsamtaka," segir Guð- jón. Hann víkur í þessu sambandi að ISO stöðlum sem öll fyrirtæki geta notast við sem hjálpartæki í umhverf- isverndarvinnu. Fastur liður í iðnfyrirtækjum hafa umhverfismál verið lengi til umræðu og Guðjón bendir á að víða sé þekkt að stærri fyr- irtæki kynni hluthöfum í ársskýrslum sínum hversu miklum fjármunum sé varið til umhverfismála, á einn og annan hátt. Hann segist ekki telja óeðlilegt að svipað verði uppi á ten- ingnum í sjávarútvegsfyrirtækjum á ís- landi í framtíðinni. „Aðferðin er að nota umhverfis- stjórnunartækin, eins og ISO-staðlana, til að velja þá þætti sem hægt er að stýra og hægt er að vakta. Þá er hægt að bera saman milli ára og setja sér markmið. Mér þætti óeðlilegt ef við færum ekki að sjá innan tíðar í árs- skýrslum sjávarútvegsfyrirtækja hvern- ig þau meta stöðu sína gagnvart um- hverfismálum. Markaðurinn fer mjög fljótlega að ýta á að þetta verði gert og menn skulu líta á þá ósk sem sóknarfæri. Staðreyndin er sú að marg- ir umhverfisverndarsinnar gagnrýna ISO-14000 og telja það kerfi ekkert annað en skriffinnsku og yfirborðs- mennsku. Almennt er talið að þetta sé besti leikurinn gagnvart öfgasinnun- um í umhverfismálum," segir Guðjón. Þroskaðri umræða Þroskamerki eru orðin á umhverfisum- ræðunni hér á landi, hvað snertir sjáv- arútveginn. Guðjón segir augljóst að þekkingin á málaflokknum sé að aukast og upplýsingaflæðið að verða opnara. Þetta telur hann mikilvægt í ljósi þess að þá geti öfgasinnar ekki komist áfram með sínar yfirlýsingar vegna þess að þeir mæti umhverfi þar sem menn viti betur og hafi brugðist við. Umræðan sé til alls fyrst, næsta skref sé að taka til í eigin ranni. ÆGIR 31

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.