Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1998, Qupperneq 32

Ægir - 01.12.1998, Qupperneq 32
Umhverfisstefna Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf: „Erum að búa okkur undir umhverfisumræðuna í markaðslöndum okkaru - segir dr. Alda Möller, þróunarstjóri SH Sölumiðstöð liraðfrystiliúsanna hf. kynnti fyrr á þessu ári viðamikla um- hverfisstefnu og hefur hún einnig verið þýdd á ensku og dreift til söluskrif- stofa og viðskiptavina fyrirtcekisins vítt og breitt um heim. Dr. Alda Möller, þróunarstjóri SH, hefur unnið síðustu árin að þessu verkefni og hún segir fyrir- tœkið hafa fengið mjöggóð viðbrögð frá kaupendum. Athyglisvert er að ekki er vitað til að önnur fisksölufyrirtœki í heiminum liafi ráðist í framtak sem þetta. Hvaða tilgangi þjónar það hjá fisk- sölufyrirtæki að gefa út sérstaka um- hverfisstefnu? Alda segir í samtali við Ægi að þetta framtak hafi ekki komið til vegna krafna kaupenda heldur eigi það sér rætur í umræðunni innan fyrirtækisins. „í þróunarstarfi þarf alltaf að huga að því hvernig fram- leiðslumagn geti aukist. Eru nýjar vörur sóttar í vaxandi veiðar eða er verið að þróa vör- ur upp úr veiðum sem stefnir í að fari minnkandi? Umhverfis- stefna er okkar vinnutæki til að fylgjast með. Hvað varðar heil- næmi afurða þá höfum við safnað upplýsingum á undan- förnum árum til að vera því viðbúin að svara spurningum sem koma upp. Þegar kom fram á þetta ár ákváðum við að setja kraft í næsta skref í upp- lýsingasöfnunni og ganga frá um- hverfisstefnu fyrirtækisins í heild. Að mínu mati erum við að búa okkur undir mikla umræðu í markaðslönd- um okkar. Ég vil ekki kalla þetta þrýst- 32 ÆGffi ---------------------------- ing frá kaupendum en þeir vilja fá upplýsingar um heilnæmi vörunnar og í hvaða farvegi umhverfismál eru hér heima, enda verða kaupendur okkar varir við mikinn þrýsting frá umhverfisverndarsinnum. I mínum huga er það allra hagur að vera upp- „Best að hafa frumkvœðið í umhverfismálum." lýstur, enda engin afsökun fyrir fá- fræði í dag. Við teljum okkur hafa gott af því að hafa farið í gegnum vinnuna við mótun umhverfisstefnunnar og því er ekki að neita að kaupendum okkar þykir gott að geta gengið beint að umhverfisstefnu okkar," segir Alda. Sókn en ekki vörn Að mati Öldu ber mun frekar að líta á mótun umhverfisstefnu sem lið í sókn en vörn. Hún segist aldrei hafa haft þá tilfinningu að íslendingar þurfi að vera í vörn í umhverfismálum. Of lítið hafi verið gert af því að halda á lofti niðurstöðum úr mengunarmælingum í sjónum hér við land en upplýsingar af því tagi sé hægt að nota í markaðs- starfi. „Satt að segja kom mér á óvart þegar ég leitaði eftir þessum upplýsingum hversu tvístraðar þær voru og mikil vinna að ná þeim saman. Ég held að það sé ekki nógu mikið hugsað fyrir því að koma upplýsingum á fram- færi og gera þær skiljanlegar fólki sem ekki hefur vísindalega menntun. Hvað varðar sjálfbærni veiða þá finnst mér þar komið að forsendu fyrir því að hægt sé að stunda viðskipti. Það er augljóst að viðskiptin eru ekki sjálf- bær ef veiðar eru ekki sjálfbærar. Of- veiði kemur fram í því að útgerðar- kostnaður hækkar, hráefnisverð hækk- ar, varan verður óhagkvæm í vinnslu og síðan kemur að því að vöru fer að vanta. Það ber þess vegna allt að sama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.