Ægir - 01.12.1998, Page 40
Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður
Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Islands:
Gloppur, smugur
og önnur þrætumæri
heimshafanna
- seinni grein -
Valdbeiting utan 200 mílna
Þann 9. mars 1995 steig Kanada það
örlagaríka skref að beita valdi sínu
utan 200 mílna markanna, til að
stöðva spænska lúðuveiðiskipið Estai
og færa það til hafnar. Norðvestur-Atl-
antshafs svæðisnefndin (NAFO) hafði
komist að ákveðinni niðurstöðu um
kvóta á grálúðuveiðar á svæðinu, en
Evrópubandalagið mótmælti og ákvað
eigin grálúðukvóta. Spænska skipið
hjó á vírana og reyndi að forða sér.
Eftir þriggja tíma eftirför var skotið að
Estai. Það nam staðar og kanadísk lög-
regla fór um borð og handtók skip-
stjórann. Skipið var fært til hafnar í St.
John's, þar sem sjö þúsund Nýfundna-
lendingar þyrptust á hafnarbakkann
og fögnuðu. I Vigo komu tugþúsundir
Spánverja saman og mótmæltu of-
beldinu. Kanadamenn fiskuðu upp
trollið og héldu sýningu á því og afl-
anum. Uppistaðan í honum var lófa-
stór grálúðukvikindi, og möskvastærð-
in var kolólögleg. íslensk stjórnvöld
mótmæltu ólöglegum aðgerðum
Kanadamanna utan 200 mílnanna í
samræmi við hagsmuni vaxandi flota
úthafsveiðiskipa, sem sækir á umdeild
fjarlæg mið í „Smugunni" og á
„Flæmska hattinum." Samúð lands-
manna var þó líklega fremur með
Kanadamönnum, sem höfðu gripið til
örþrifaráða til að stöðva rányrkju og
veiðar með ólöglegum veiðarfærum.
40 ssm--------------------------
Hér reyndi í fyrsta sinn á það, hver
á að framfylgja ákvörðunum alþjóð-
legra svæðisnefnda. Erfiðlega gekk að
koma á samningaviðræðum milli
Kanada og ESB. Hið síðarnefnda hélt
fram óskoruðum rétti fánaríkisins
utan 200 mílna, en Kanada lagði
áherslu á rétt sinn til að framfylgja
samþykktum friðunarreglum svæðis-
nefndarinnar. i apríl náðist þó sam-
komulag og frá og með 1. janúar 1996
telja Kanadamenn að NAFO hafi getað
státað af hörðustu stjórnunar- og eftir-
litsreglum sem nokkur alþjóðleg fisk-
veiðinefnd hefur á að skipa.
Fiskveiðideila Marokkó og Spánar er
dæmigerð fyrir deilur þriðjaheimsríkis
og iðnvædds fiskveiðaríkis. Erfiðir
samningar höfðu staðið í nær 10 mán-
uði, þegar samkomulag var undirritað
þann 14. nóvember 1995 milli
Marokkó og Evrópusambandsins fyrir
hönd Spánar.
Hundruð spænskra fiskibáta, sem
bundnir höfðu verið við bryggju mán-
uðum saman gátu nú snúið aftur á
marokkósk mið og um 40 þúsund
manns, sem setið höfðu auðum hönd-
um á Spáni og í Portúgal, fengu vinnu
á ný. Með samkomulaginu minnkaði
kvóti ESB í smokkfiski og kolkrabba
um 40%, rækjuveiðar um 30-34% og
sardínuveiðar um 20%. Samningurinn
var til fjögurra ára og á samningstím-
anum var kveðið á um að ESB skip
lönduðu síauknum hluta af aflanum í
marokkóskum höfnum. Á sama tíma
hækkaði gjaldið fyrir kvótann um
meira en fjórðung, úr 8,7 milljörðum
króna í 10,5 milljarða.
Þessi samningur er enn eitt dæmið
um hvernig þróunarlöndin taka fisk-
veiðimálin fastari tökum og auka tekj-
ur sínar samfara aukinni vernd fisk-
stofnanna.
Smugurnar fjórar
Sérkapítula skipa svokallaðar gloppur
eða smugur í heimshöfunum. Þær eru
svæði sem samkvæmt hafréttarsátt-
málunum eru umlukin lögsögu eins
ríkis eða fleiri. Vandinn þarna er, að
fiskimönnum nærliggjandi þjóða
finnst það hart að úthafsflotar fjar-
lægra ríkja geti með óheftum veiðum
á þessum alþjóðlegu svæðum notið
ávaxtanna af þeim friðunaraðgerðum,
sem þeirra þjóðir hafa komið á innan
sinna lögsögumarka. Því reyna þeir að
koma útlendingunum út úr smugun-
um með góðu eða illu. í norðvestur-
Kyrrahafi voru tvær slíkar smugur:
„Kleinuhringurinn" (doughnut hole),
sem er umlukinn lögsögu Alaska-Al-
euteyja annars vegar og Kamtsjatka
hins vegar; og „Hnetuholan" (nuthole)
í miðju Okhotskhafi, umlukin rúss-
neskri lögsögu á alla vegu.
Stórir flotar Pólverja, Kínverja, Suð-
ur-Kóreumanna og Japana stunduðu
miklar veiðar, einkum á Alaskaufsa, á