Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Síða 41

Ægir - 01.12.1998, Síða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI þessum slóðum þar til fyrir örfáum árum. I iok ársins 1993 tókst Banda- ríkjamönnum að stöðva veiðar þessara flota í „Kleinuhringnum" með alþjóð- legu samkomulagi. Þá hélt flotinn á veiðar í „Hnetuholunni" í Okhotskhafi, þar sem Kínverjar og Pólverjar veiddu um hálfa milljón tonna árið 1993. Rússar tóku nú að þjarma að þeim þar og í janúar 1994 kváðu þeir upp tíma- bundið bann við ufsaveiðum. Bannið var samstundis véfengt af þjóðunum fjórum, enda áttu Rússar alltaf í erfið- leikum með að leggja fram nokkrar vísindalegar sann- anir um ofveiði. Forseti ráðstefnunn- ar um alþjóðlega út- hafsveiðisáttmálann varaði þá eindregið við því, að ef þjóðir færu að taka sér ein- hliða lögsögu á al- þjóðlegum hafsvæð- um yrði þess skammt að bíða að frumskógarlögmálið tæki við á ný. Engu að síður skipuðu Rússar í byrjun desember 1994 öllum erlend- um skipum að verða burt af svæðinu fyrir árslok. Um svipað leyti var skýrt frá því að Norðmenn og Rússar byðu íslend- ingum upp á samn- inga um veiðar þeirra í „Smugunni" í Barentshafi. íslendingar vildu tengja þessa samninga viðræðum um „Síld- arsmuguna" milli lögsagna íslands og Noregs, og um karfaveiðar á Reykjanes- hrygg, sem er næsti bær við íslensku og grænlensku lögsöguna og buðust raunar til að tengja saman alla samn- inga um veiðar í Norðurhafinu utan ara skipa en fyrirhugað sóknarmark NAFO. Það er hins vegar önnur saga. Nú eru þrjú ár liðin frá því að Út- hafsveiðiraðstefnu Sameinuðu þjóð- anna lauk og á því tímabili hefur hvorki, svo vitað sé, komið til vopn- aðra átaka á úthafinu á borð við það sem rakið var hér að framan, né til uppþota í fiskibæjum vegna hertra tak- markana á strandmiðum. En alls staðar kraumar undir. Um allan heim eru átök um nýtingu fiskistofna; innan þjóða; milli þjóða; milli úthafsveiði- hagsmuna og strandveiðimanna. Alþjóðleg umhverf- isverndarsamtök láta þessi mál líka æ meir til sín taka og þrýsta á um al- þjóðlegar reglur undir umsjón al- þjóðlegra stofnana, sem einnig hafi gildi innan viður- kenndrar lögsögu þjóðanna og taki bæði til veiða og vinnslu. Einnig er eftir að sjá, hvort hinar nýju leikreglur haf- réttarins virka eins og til var ætlast; hvort alþjóða- nefndum á tiltekn- um hafsvæðum tekst að ná sam- komulagi; hvort nýr alþjóðlegur haf- réttardómstóll verður sá öryggis- ventill, sem af honum var vænst; hvort þjóðir heims eru reiðubúnar að láta skera úr ágreiningsmálum sínum með dómi? Vonandi tekst það, því styrjaldarefn- in eru ærin. lögsögu íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs. En íslendingar áttu líka í vök að verj- ast á öðmm hafsvæðum. Um sömu mundir tók NAFO ákvörðun um tak- mörkun á veiðum á „Flæmska hattin- um." íslenskir útgerðarmenn vildu að stjórnvöld mótmæltu, því að engar sannanir væru fyrir ofveiði þarna og tak- markanir veiða kæmu mönnum í opna skjöldu. Nýir aðilar hefðu verið að kaupa skip í trausti þess að þeir hefðu enn tíma til að afla sér veiðireynslu. Auk þess hugnast íslenskum útgerðarmönn- um ekki sóknartakmarkanir en vilja heldur kvóta bundinn skipum. Niður- staðan varð lika sú að sett vom lög á Al- þingi um kvótatakmarkanir íslenskra skipa á úthafsmiðum, sem raunar hafa þýtt miklu meiri takmarkanir á afla þess- mm 4i

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.