Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 48

Ægir - 01.12.1998, Page 48
Afli loðnuskipanna á sumar- og haustvertíðinni: Innan við 300 þúsund tonn Svalbarða SI breytt fyrir 45 milljónir króna Togarinn Svalbarði SI 302 er nú kominn á veiðar eftir viðamiklar breytingar. Sett var í skipið fullkom- in flakavinslulína en auk bolfisk- veiða er ætlunin að gera skipið út á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni hluta úr árinu. Togarinn er í eigu Siglfirðings hf. Miðað við ganginn í loðnu- vertíðinni mí í haust hafa þœr spurningar verið uppi hvort loðnustofninn sé í mun verra ástandi en mœlingar hafa sýnt. Þeir loðnusjómenn sem Ægir hefur rœtt við eru þó ekki þeirrar skoðunar, heldur benda á að oft hafi haustvertíðin reynst erfið og ekki hafi hjálpsemi veðurguðanna verið fyrir að fara þetta haustið. Nú í byrjun desember stefndi í að afli skipanna á sumar- og haustvertíð yrði innan við 300 þúsund tonn. Það þýðir að um 400 þúsund tonn eru eftir af kvótanum. Helst hefur veiðst á svæðinu úti fyrir austanverðu Norðurlandi. Afli skipanna hefur að mestu farið til vinnslu hjá verksmiðjum um norðan- og austanvert landið. Mest hefur farið til SR-mjöls á Siglufirði en fast á hæla þeirrar hafnar koma Seyðisfjörður og Neskaupstaður. Reikna má með að flotinn láti úr höfn strax á fyrstu dögum nýs árs. SKIPAVERSLUNIN SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER ■ SCHIFFSAUSRUSTER KOSTUR FYRIR SKIP OG BATA Allt á einum stað: Matvörur og hreinlætisvörur fyrir skip. Kjöt á heildsöluverði. Skipaverslun - Sérverslun sjómanna HRINGBRAUT 121-107 REYKJAVÍK • SÍMI/TEL: 562 5570 • TELEFAX: 562 5578 48 M3m

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.