Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1998, Page 51

Ægir - 01.12.1998, Page 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Verð á saltfiski í hámarki og ekki hægt að anna eftirspurn að verkum að engin birgðasöfnun er á saltfiski hér heima, allt sem framleitt er fer beint út á markaðina fyrir gott verð. Þó svo að þorskkvóti hafi verið auk- inn á yfirstandandi fiskveiðiári þá er fyrirsjáanlegt að áfram verður mikil samkeppni um hráefnið, enda ganga allar spár út á að verð á frystum afurð- um verði hátt á komandi árum. Á þennan hátt má segja að það sé að koma öllum framleiðendum fiskafurða á fslandi til góða að kvóti hefur verið skorinn niður í Barentshafi og að mun minna framboð er á fiski frá Rússlandi en verið hefur undanfarin ár. /'stuttu wáli má segja að verð fiskafurða hafi verið gott á árinu og þar afleiðatidi hefur skapast tnikil samkeppni um hráefni. Saltfiskurinn er engin undantekning á þessu en samhliða verðhcekkunutn á frystum afurðum hefur sainkeppni um hrá- efni aukist úr þeirri áttinni, auk þess sem stöðugur vöxtur er í útflutningi á ferskum fiski með fltigi. Útflutningur saltfiskafurða stefnir í að verða áþekkur í magni á yfirstand- andi ári og á árinu 1997. Hins vegar munar yfir einum milljarði króna á verðmætinu og það segir mikið um verðhækkanirnar. Mikil samkeppni hefur verið um hráefni á þessu ári enda afurðaverð afar hátt. Verð á flöttum saltfiski hefur hækk- að mest, eða um allt að 60% í einstök- um flokkum. Þetta sérstaka ástand gerir eðlilega ÆGÍU 51

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.