Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1999, Page 11

Ægir - 01.01.1999, Page 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hermann Hansson, stjórnarformaður íslenskra sjávarafurða hf, hefur á sig blómum bœtt að undanförnu og brúar bilið þar til nýr forstjóri I.S. kemur til starfa í byrjun mars. 1998 var umbrotaár í sögu IS og þótt erfiðlega hafi gengið í rekstrinum er Hermann bjartsýnn á að félagið sé á uppleið og að það muni rœkja enn betur en áðurþað hlutverk sitt að stunda heimsviðskipti með fiskafurðir. Stjórnarformaður IS segir alltof oft gleymast hve stórt hlutverkfsksölufyrirtœkin leiki í afkomu sjávarút- vegsins og þar með hagsæld þjóðarinnar: Markaðsaðgangur er ekki síður auðlind en fiskurinn í sjónum Við œtlum okkur að byggja íslenskar sjávarafurðir enn frekar upp og vangaveltur um samruna fyrirtœkisins við SH heyra sögunni til. Við höfuni vissulega átt í rekstrarerfiðleikuni en ég er sannfœrður um að fyrirtœkið er mí komið á rétta braut," segir Hermann Hansson, stjórnarformaður íslenskra sjávarafurða hf. Óhœtt er að segja að talsvert rót hafi verið í kringum fyrirtœkið á undanfómum vikunt og mánuðum. ÍS keppti við SH um kaup á fratiska fiskréttafyrirtœkinu Gelnter; dótturfyrirtœkið Iceland Seafood Corporation opttaði seint á árinu 1997 nýja ogfullkomna verkstniðju t Bandaríkjunum; milliuppgjör ÍS á miðju ári 1998 sýndi mikinn taprekstur; forstjóri ÍS tók við rekstri Iceland Seafood í Bandaríkjunum á haustmánuðum; vangaveltur komu upp í árslok um samstarf eða satnmna við SH - og loks var Finnbogi Jónsson ráðinn ttýr forstjóri ÍS á síðasta degi ársins 1998. Umbrotaár mœtti santtarlega kalla árið 1998 í sögu ÍS, áttunda heila rekstrarár fyrirtœkisins. En utn leið má segja að ÍS-menn hafi markvisst sett stefnuna upp á við á síðasta ári aldarintiar. „Síðasta ár var mjög viðburðaríkt fyrir íslenskar sjávarafurðir en að sama skapi var reksturinn mjög erfiður," seg- ir Hermann. „Að sumu leyti má segja að í mikið hafi verið ráðist hjá okkur en stóru vonbrigðin, og það sem réði mestu um að reksturinn varð þungur, er hin nýja verksmiðja Iceland Seafood í Banda- ríkjunum. Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir að afkoma verksmiðjunnar yrði nálægt núllinu á árinu 1998 en þess í stað er tapið verulegt," segir Hermann. Á fyrri helmingi ársins 1998 var tap ÍS samstæðunnar um 137 milljónir króna en á þessari stundu liggur ekki fyrir hver afkoman varð á árinu í heild. Þegar ljóst varð að verksmiðjan í Newport News í Bandaríkjunum gengi ekki sem skildi tóku stjórnendur ÍS í taumana. Stærsta ákvörðunin í þeim efnum var tekin þegar Benedikt Sveins- son, þáverandi forstjóri ÍS, hélt utan á haustmánuðum til að taka við dagleg- um rekstri í Bandaríkjunum. Undir ára- mót var síðan tilkynnt að Benedikt tæki alfarið við forstjórastöðunni í Bandaríkjunum og að nýr forstjóri yrði ráðinn til ÍS. Hermann segir marga samverkandi þætti ráða því að mun verr gekk í rekstrinum í Bandaríkjunum en ráð hafði verið fyrir gert. Langan tíma tók að ná upp afköstum í nýju verksmiðj- unni, ófullnægjandi tölvu- og upplýs- ingakerfi fyrirtækisins skapaði mörg vandamál varðandi dreifingu á vöru og birgðaskráningu í kjölfar flutninganna, og afskrifa þurfti mun meiri birgðir en reiknað hafði verið með. Einnig þurfti að taka á stjórnunarlegum þáttum. „Það reyndist einnig erfitt að á sama tíma og hráefni hækkaði um 50-70% vorum við að uppfylla sölusamninga þar sem verð hafði verið fastbundið. Þar af leiðandi þurfti Iceland Seafood að taka á sig hækkun hráefnisverðsins ÆGIR 11

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.