Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1999, Page 18

Ægir - 01.01.1999, Page 18
Minni verðmœti brœðslufisks ífyrra en árið 1997: Kolmunninn fyllti að nokkru í skarðið Ljóst er að loðnan var sú tegund sem olli nokkrum vonbrigðutn í sjávarafla landsmanna á síðasta ári. Samdrátturinn var 4-500 þúsund tonn milli ára og sömuleiðis varð samdráttur í veiði síldar til brœðslu. Koimunninn fyllti að nokkru upp í skarðið. Aukningin í kolmunnaveiðum var um 90% milli ára. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru í því fólgnir að Islendingar nái að festa kolmunna- veiðarnar í sessi. Bæði skila þær nóta- skipunum mikilsverðu verkefni og bræðslunum verulegum viðbótartekj- um. Heildarveiðin á kolmunna í fyrra var rösklega 100 þúsund tonn. Verð á lýsi og mjöli var mjög hátt fram eftir síðasta ári. Segja má að sú óvenjulega staða hafi verið uppi að af- urðaverð hafi haldist hátt á sama tíma og mikill loðnuafli barst á land. Spurn- ingin er hvort niðursveifla verður bæði í veiðum og afurðaverði en menn sem til markaðsmálanna þekkja telja að vænta megi áframhaldandi lækkunar afurðaverðs á þessu ári. Að vanda er ekki gott að spá fyrir um loðnuveiðamar í ár. í upphafi árs varð þó vart við loðnu fyrir austan land og lyftist þá nokkuð brímin á sjómönnutn. Óskum útgörð og áhöfn til hamingiu með glæsilegt sk p ~ í Stapavíkinni er hitaketill frá Rafhitun RAFHITUN S/F Kaplahrauni 7a, Box 66 - 220 Hafnarfirði Sími 565 3265 • Fax 565 3260 18 M2R Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.