Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1999, Side 25

Ægir - 01.01.1999, Side 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Hef miklar áhyggjur af ástandi karfastofnsins66 - segir Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Baldvini Þorsteinssyni EA, sem aflaðifyrir 770 milljónir ífyrra TJrystitogari Samherja hf., Baldvirt 17 Þorsteinsson EA, er það skip sem skilaði mesta aflaverðmœti á síðasta ári. Heildarafli skipsins var 7.100 tonn og verðmœti aflans var 775 milljónir króna. Góður árangnr tog- ara hlýtur alltafað vera fagnaðar- efni allri áhöfninni og allir leggja hönd á plóg að ná sem mestum gœð- um í vinnslunni en engu að síður hlýtur stjómandinn í brúnni að spita stórt hlutverk. Við stjómvölinn í Baldvin Þorsteinssyni er Guðmundur Þ. fóttsson, skipstjóri og hantt vill þakka allri áhöfhinni hversu vel gekk á síðasta ári. „Við erum núna út af Austfjörbun- um og erum að kroppa í þorski og ýsu," sagði aflakóngurinn þegar slegið var á þráðinn til hans í fyrsta túr á nýbyrjuðu ári. Aflasamsetningin skiptir máli „Menn hljóta alltaf að vera sáttir vib góðan árangur eins og við náðum í fyrra. Við getum ekki veriö annaö," segir Guðmundur. „Að baki árangri í útgerð skips í dag eru margir samvirkandi þættir. Það skiptir máli að hafa góða útgerð sem sinnir vel öllu viðhaldi og aðbúnaði, góða áhöfn og síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa rúmar aflaheimildir. Við höfum úr ab spila um 2000 tonn- um af þorski og um 5000 tonnum af öðrum tegundum. Samsetningin á afl- anum skiptir líka miklu máli - fyrst og fremst að hafa sem hæst hlutfall af þorski," segir Guðmundur. ÆGIR 25 Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri: „Góður árangur í útgerð togara er samspil margra þátta, bceði áhafttar, útgerðar og aflaheimilda. Jákvætt að vinna fyrir landvinnsluna Afli Baldvins Þorsteinssonar EA hefur að mestu veriö unninn fyrir Bretlands- markað en Guðmundur segir ab einnig hafi verið unnið fyrir Ameríku- markað. „Því til viðbótar höfum vib unnið fyrir vinnsluna hér heima. Þá er um að ræða fisk sem hefur verið framhalds- unninn hjá Strýtu á Akureyri. Mér finnst það mjög jákvæð breyting. Fram til þessa hefur verib gagnrýnt ab frystitogararnir skapi aðeins störf fyrir 25-26 menn um borð en við togara- menn fögnum því ef hægt er að sýna fram á ab frystitogararnir skapi líka störf í vinnslunni í landi," segir Guð- mundur. Að hans mati mun þróun í þessa áttina halda áfram. „Ég vona að hægt verði að halda verðlaginu þannig ab landvinnslan geti keypt fisk af frystitogurunum og framhaldsunnið hann fyrir neytenda- markaði," segir Guðmundur. Fiskurinn hefur verið bitaður um borð í Baldvini og síðan pakkað í verksmiðju Strýtu á Akureyri. Áhyggjur af karfanum Guðmundur segir fulla ástæðu til bjartsýni hvað varðar þorskveiðarnar og hann telur verndunarabgerðir hafa skilað sé. Á hinn bóginn er hann áhyggjufullur vegna karfastofnsins. „Ég held að menn geri sér ekki fulla grein fyrir því hvernig karfinn er að fara. Við hugsum mest um loönu og þorsk en gleymum því að karfinn hef- ur fleytt okkur yfir erfib tímabil. Núna

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.