Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1999, Page 28

Ægir - 01.01.1999, Page 28
Margt var gert á ári hafsins Að tillögu sjávarútvegsráðherra skipaði ríkisstjómin starfshóp í lok ársins 1997 til að gera tillögur um með hvaða hœtti vceri hœgt að minnast þess að Sameinuðu þjóðirn- ar tilnefndu árið 1998 ár hafsitis. Á vegum starfshópsins var unnið að til- lögugerð sem samþykkt var afríkis- stjórninni þann 10. febrúar. Auk þeirra viðburða sem efnt var til í samrœmi við tillögur starfshóps ríkis- stjórnarinnar þá tirðu þeir víða kveikja að frekari viðburðum og kynningu. Miklu þótti skipta að ná til skólabama í þessu sambandi en margir skólar tóku mjög virkatt þátt t þessu starfi. Hér á eftir verða taldir upp nokkrir atburðir setn efnt var til í tilefni afári hafsins. Til þeirra var ýmist efnt afstarshópi ríkisstjómar- ittnar eða öðrutn. • Ríkisstjórn íslands gaf út yfirlýs- ingu í tilefni af ári hafsins þar sem minnt er á það mikilvæga verkefni mannkynsins sem vernd hafsins er, varað við hræðsluáróðri um bágt ástand í höfunum og nauðsyn þess að taka þess í stað mið af því þar sem vel hefur tekist til. Yfirlýsingin er á heimasíöu ráðuneytisins og var send sendiráðum íslands og sendiráðum er- lendra ríkja hér. Auk þess er hana að finna á sérstakri heimasíðu Sameinuðu þjóðanna sem sett var upp í tilefni af ári hafsins. • Um miðjan apríl komu sjávarút- vegsráðherrar íslands, Grænlands og Færeyja hingað á ráðstefnu um ábyrga fiskveiðistjórnun sem haldin var af sjávarútvegsráðuneytinu í samvinnu við íslandsdeild vestnorrænu þing- mannanefndarinnar. • í samvinnu við starfshóp ríkis- stjórnarinnar skipulagði Sjávarútvegs- stofnun Hálskóla íslands röð aimenn- ingsfyrirlestra um málefni hafsins. • Efnt var til samkeppni um vegg- spjald í tilefni ársins og var því m.a. dreift í alla skóla og einnig gefið út sem póstkort. • Sjávarútvegsráðuneytið og sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri efndu til ráðstefnu um það hvaða menntunar verði krafist í íslenskum sjávarútvegi á nýrri öld. • Umhverfisráðuneytið gaf út kynn- ingarefni fyrir almenning um samn- inga og aðgerðir til að draga úr meng- un hafsins. • Sjávarútvegsráðuneytið kostaði gerð kennsluleiðbeininga sem náms- gagnastofnun gaf út fyrir kennara með ítarlegri gagnaskrá. Þar er m.a. að finna tillögur um hvernig kenna megi um sjávarútveg á hinum ýmsu stigum grunnskólans. • Hafrannsóknaskipið Dröfn varð að skólaskipinu Dröfn á árinu. • Reykjavíkurborg minntist árs hafsins með gerð möppu sem allir leik- og grunnskólar hafa fengið. • 12. september var dagur hafsins. • Útvegsmenn buðu almenningi um borð í fiskiskip sín víða um land. Mikill áhugi reyndist vera hjá almenn- ingi fyrir kynningu af þessu tagi. AFGASMÆLIR Fylgist nákvæmlega með. Getur komið í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir á vél. MDVÉLAR HF. SMIÐJUVEGUR 28, Pósthólf 597 - 200 Kópavogi - Simi: 567 2800 - Fax: 567 2806 FYLGIST NÁKVÆMLEGA MEÐ . 28 AGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.