Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI óháð því hvort tilraunum og vottun á búnaðinum sé að ljúka eða ekki. Framleiðendur á sleppibúnaði fyrir björgunarbáta hafa marglýst því yfir að þeir muni ekki hefja framleiðslu á búnaðinum fyrr en tryggt er að útgerðum verði gert skylt að taka hann í notkun. Þeir segjast ein- faldlega ekki hafa fjármagn til að liggja með búnaðinn á lager, í fullkominni óvissu um hvenær ráherra þóknist að hætta frestun- arleik fyrir LÍÚ og setja endanleg tímamörk sem hægt er aö treysta. Tilraunum á búnaði frá Varðeldi lauk nú í byrjun janúar, og fullyrt er að Iðn- tæknistofnun ljúki úttekt á Sigmunds- búnaði í mars. Við könnumst vel við fimi ráðherra við að fresta gildistöku reglugerða, samanber reglugerðir um sleppibúnað, fjarskipti og tilkynningarskyldu. Það væri því mjög jákvæð tilbreyting hjá ráöherra að ógilda síðustu reglugerð um frestun á uppsetningu sleppibún- aðar, og setja nýja. Þar væri útgerðum væri gert skylt að setja upp sleppibúnað fyrir fyrstu aðal- skoðun eftir að tveir framleið- endur eru tilbúnir með fram- leiðslu sína, þó í síðasta lagi um næstu áramót. Með þeirri ákvörðun yrði rofinn sá víta- hringur sem þetta mál er búið að vera í alltof lengi, öllum sem að koma til háborinnar skammar. „ Við könnumst vel við fimi ráðherra við að fresta gildistöku reglugerða..." STAPAVIK AK 132 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Skipið er allt málað með INTERNATIONAL skipamálningu frá HÖRPU HF. Klnternational Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400, Fax 567 4410 Umboðsaðilar INTERNATIONAL PAINTS á íslandi mm 3i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.