Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 38

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 38
Horft aftur eftir togþilfari Örftriseyjar. Með lengingu skipsins um 10 metra varð öll aðstaða á tog- og vinnsluþilfórum mun betri. Er skipið nú á allan hátt orðið öflugra en það var áður. 38 AGiIR -------------------------------------------------------------- sinn búnað þá verði þessi nýi laus- frystir keyptur í stað þeirra eldri. Tæknin í Fricoscandia frystinum bygg- ir á því að notaður er undirþrýstingur inni í frystiskápnum og sem skilar meiri afköstum og betri árangri en eldri aðferð. Betri nýting á húsnæði og mannafla Granda hf. Sigurbjörn segir að með pökkuninni á flökunum úr Örfirisey geti Grandi hf. nýtt betur mannafla sinn og húsakost. Unniö er á vöktum frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 6 næsta morgun. „Við munum pakka fiskinum sam- hliða annarri vinnslu og í viðbótar- vinnutíma. Vinnsla með þessum hætti hefur lengi verið í umræðunni en breytingin hefur fyrst og fremst strandað á vinnslunni í landi. Hana hefur vantað þróun og þroska til að geta unnið verðmeiri afurðir en þær sem frystitogararnir hafa fram að þessu getað framleitt. En það kemur af sjálfu sér að þegar stigið er skref yfir í neytendapakkningar þá fækkar milli- liðunum á leiðinni til neytandans og þá næst hámarks verðmæti," segir Sig- urbjörn. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda lif., heilsar upp á Trausta Egilsson, skipstjóra Örfiriseyjar RE, áður en skipið hélt í fyrstu veiðiferð að afloknum breytingum. Frystitogararnir eru að fylgja eftir þróuninni í landvinnslunni Nokkur frystihús hér á landi eru að ná góðum árangri í bitavinnslu. Svo virð- ist sem neytendur í Evrópu sækist eftir pakkningum sem þeir geta haft í fryst- inum og tekiö úr bita eða flök eftir hendinni. Sigurbjörn segir að ef vinna eigi bolfisk í bita og pakka úti á sjó þá þurfi mun stærri skip en hér er að finna í flotanum og af þeim ástæðum segir hann líklegra að farin verði milli- leið, líkt og með Örfirisey, þar sem hluti vinnslunnar fari fram úti á sjó en síðan taki landvinnslan við vörunni. „Markmiðið á alltaf að vera að ná mestum verðmætum út úr aflanum, með hvaða hætti sem það er gert. Ef leiðin er sú að lausfrysta úti á sjó og fullvinna í landi þá ber mönnum að fara hana. Við verðum að hafa í huga að á árum áður vorum við að bera saman afurðaverð frystitogaranna við landvinnslu sem var á margan hátt frumstæð. Núna eru breyttir tímar og landvinnslufyrirtækin hafa stóraukið verðmæti sinnar framleiðslu með því að stefna inn á neytendavörumarkaði. Þar með hefur bilið milli landvinnsl- unnar og frystitogaranna minnkað eða jafnvel snúist við. Þróunin í lands- vinnslunni er þannig að opna nýja möguleika fyrir frystitogarana," segir Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.