Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 40

Ægir - 01.01.1999, Qupperneq 40
Skipstjóri Stapavíkur AK-132, Jón K. Traustason. Jón og kona hans, Sigríður Þórarinscióttir, reka útgerðarfyrirtœkið Stapavík ehf, sem á nýja skipið. Mb. Stapavík er sérbyggt skip til veiða með dragnót. Báturinn fer fyrst um sinn til tilraunaveiða með hörpu- diskplóg í Hvalfirði og síðar á dragnót. Almenn lýsing Stapavík AK er byggð úr stáli hjá Skipasmíðastöðinni hf. á ísafirði og smíðuð samkvæmt reglum og undir eftirliti Siglingastofnunar íslands. Bát- urinn var afhentur í desember 1998. Stapavíkin er frambyggð og með peru- stefni og gafllaga skut, án hvalbaks en með stýrishús úr áli sem tengist þil- farshúsi út í bakborðssíðu með stakka- geymslu, vélareisn og salernisaðstöðu. Báturinn er með eitt þilfar stafna á milli og þrjú vatnsþétt þverskipsþil undir þilfari. Bandabil skrokks er 500 mm og er botn skrokksins tvöfaldur að vélarúmi. Skipið er með trapisulag- aðan kassakjöl og andveltitank sem komið er fyrir undir stýrishúsi milli bands 15 og 16. Þegar nokkuð var lið- ið á smíðina var ákvörðun tekin um að lengja skipið um 2,5 metra og kem- ur öll lengingin fram í lest skipsins. í skut skipsins er skutgálgi og ofan á honum er netatromla fyrir dragnót. Rými undir þilfari Undir þilfari er bátnum skipt með þremur vatnsþéttum rýmum. Fremst er geymsla, þá íbúðir og undir gólfi botntankar fyrir ferskvatn og þurr- rými. Aftan viö íbúðir er lest og í botni hennar eldsneytistankar og þurrrými. Vélarúm er aftan við lestina og í skut er stýrisvél og geymsla. Ibúðir í skipinu er aðstaða fyrir fimm manna áhöfn í einum fjögurra manna klefa og einum eins manns. Undir þilfari fremst er einn fjögurra manna klefi með sjónvarpi og neyðar- útgangi upp á stefni. Aftan við klefann er eldhús og nokkuð rúmgóður mat- salur. Úr eldhúsi er gengið upp stiga upp í brú og þaðan niður bakborðs- megin í þilfarshús. Fremst í þilfarshús- inu er eins manns klefi. Miðskips er salerni og snyrting, þá stakkageymsla með útgang út á þilfar og vélareisn aft- ast. íbúðir ásamt brú eru einangraðar með steinull og þil klædd með plast- húðuðum skipaþiljum. Báturinn er hitaður upp með miðstöðvarofnum sem fá varma frá vélum skipsins eða rafkyndingu. íbúðarými og brú er loft- ræst með loftblásara. Brúin Rúmgott stýrishús úr áli er staðsett fremst á skipinu yfir borðsal. Þaðan er gott útsýni aftur á þilfar og til annarra átta. í brúnni eru öll helstu siglinga- og fiskileitartæki, ásamt stjórnpúlti fyrir togvindur og vél í afturbrú. Úr brú er utangengt aftur á þilfar og það- an fram á stefni stjórnborðsmegin við brúnna. Á brúarþaki er loftskeytamast- 40 MIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.