Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 44
Séð yftr skut og þilfar Stapavíkuritmar.
tengjast Stamford rafölum af gerðinni
UCD-2240, 50 kVA/380V/50Hz. Vél-
arnar eru ræstar með 12 volta rafræsi-
búnaði.
Rafkerfi skipsins er 3x380 volt AC
fyrir rafmótora og 220 volt fyrir al-
menna notkun. 24 og 12 volta jafn-
straumskerfi eru fyrir ræsingu véla,
neyðarlýsingu og siglingaljós. í skipinu
er 32 A landtenging um 12 kVA ein-
angrunarspenni.
Ferskvatnsdæla er fyrir salerni og
eldhús. Heitavatnsketillinn rúmar 200
lítra og er 12 kW frá Rafhitun af gerð-
inni RH 32303. Loftblásari fyrir véla-
rúm er frá Transmotor AAC-315, afköst
80 m3/mín.
Vökvakerfi
Vökvakerfið er háþrýstikerfi sem vinn-
ur á 210 bara þrýstingi. Ofan þilfars
eru háþrýstirör og fittings úr ryðfríu
stáli. Tvær vélknúnar dælur frá Deni-
son sem snúast 2500 sn/mín eru á
skrúfugír aðalvélar knýja vökvakerfið,
báðar af gerðinni T6G og afkasta hvor
95 1/mín.
Vindu- og losunarbúnaður
Togvindur eru frá Ósey hf. Vindurnar
eru háþrýstar splittvindur sem komið
er fyrir á afturþilfari út við hvora síðu.
Netatromla frá Ósey er á skutgálga.
Tromlumál hennar er 1200 mm(x 2000
mm x 200 mm) og togkraftur er 2,5
tonn. Geilavinda frá Vélsmiðjunni
Mjölni er á borðstokk stjórnborðsmeg-
in. Togkraftur hennar er 1-1,5 tonn.
Á þilfari stjórnborðsmegin fyrir
framan togvindu er sjókrani, Palfinger
PK 5000 M frá Atlas. Lyftigeta kranans
er 5 tonnmetrar og hann er búinn 1,2
tonna vírspili.
Rafeindatæki,
tæki í brú og fleira
Eftirtalin siglinga og fiskileitartæki
er að finna í brú Stapavíkur:
* Gyro áttaviti og sjálfstýring frá Ray-
theon Anschutz
* Radar frá Kelvin Huges, Nucleus2
með Arpa
* Sodena Turbo 2000 tölvuplotter
* Leica GPS og CSI DGPS
* Kaijo KMC 300 dýptarmælir
* Raytheon STR8400 VHF
* Skanti GMDSS neyðar VHF talstöð
Björgunarbúnaður
Flotgallar og björgunarvesti eru fyrir
fimm manns, tveir sex manna gúmmí-
bátar frá Víking, neyðarbaujur, bjarg-
hringir, Inergen slökkvikerfi og bruna-
boði frá Rafiðn.
Fiskifélag íslands þakkar öllum sem
aðstoðuðu og veittu upplýsingar við gerð
greinarinnar, sérstaklega Jóni K. Trausta-
syni skipstjóra og starfsmönnum Skipa-
smíðastöðvarinnar lif.
Helstu mál og stærðir
Aðalmál:
Mesta lengd (Loa)..............................................17,40 m
Lengd milli lóðlína..............................................15,40 m
Breidd (mótuð)....................................................4,79 m
Dýpt (mótuð)......................................................2,72 m
Rými og stærðir:
Eiginþyngd........................................................67,7 tonn
Særými við 2,7 m djúpristu..........................................95 tonn
Lestarými................................................53 m3/ 38 kör
Brennsluolíugeymar................................................7,36 tonn
Ferskvatnsgeymar..................................................2,20 tonn
Mæling:
Brúttórúmlestir_.................................................47,98
Brúttótonna.........................................................58
Nettótonn.......................................................... 17
Rúmtala...................................................... 200,6 m3
Skipaskrár númer..................................................2323
44 ÆGIR